Leiðbeiningar fyrir starfsemi heilsu- og líkamsræktarstöðva vegna COVID-19

Skv. reglugerð um takmörkun á samkomum, er heilsu- og líkamsræktarstöðvum heimilt að hafa opið fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda skv. starfsleyfi (ef leyfilegur hámarksfjöldi er ekki skráður má miða við 3/4 þess fjölda sem fataskiptirými gerir ráð fyrir). Börn fædd 2015 og síðar eru undanskilin fjölda.

Markmið leiðbeininganna er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins.

 • Í hverju rými í heilsu- og líkamsræktarstöðvum skulu ekki vera fleiri en að hámarki 50 manns.
 • Allir þátttakendur þurfa að skrá sig fyrirfram til að auðvelda smitrakningu.
 • Hvert rými skal hafa aðgang að salernum sem ekki eru samnýtt af öðrum.
 • Í hverju rými gilda 2ja metra nálægðartakmörk.
 • Tryggja skal góða loftræstingu í salnum (með loftræstikerfi og að opna glugga).
 • Á milli hópa/tíma skal lofta út og sótthreinsa búnað og snertifleti.
 • Tryggja skal að hópar dvelji ekki í sameiginlegum rýmum húss t.d. á göngum, í búningsklefa og í anddyri.

Þátttakendur, þjálfarar og rekstraraðilar ber að gæta persónulegra sóttvarna

 • Allir eiga að vera með hreinar hendur og spritta þær við komu á staðinn, eftir snertingu við mengað svæði og eftir að æfingum er lokið.
 • Í sameiginlegum rýmum skal tryggja 2ja metra fjarlægð milli einstaklinga.
 • Búningsklefar mega vera opnir en þar þarf að gæta að nálægðarmörkum og snertiflötum.

Hreinsun og sótthreinsun búnaðar

 • Tryggja þarf greiðan aðgang þátttakenda að handspritti, klútum og sótthreinsiefni til hreinsunar.
 • Fyrir og eftir æfingu skal allur búnaður sótthreinsaður.
 • Rekstraraðilar heilsu- og líkamsræktarstöðva bera ábyrgð á sóttvörnum.
 • Starfsmaður (sóttvarnafulltrúi) skal hafa eftirlit með að sóttvarnareglum sé fylgt.
 • Starfsmaður sjái um að þrífa og sótthreinsa snertifleti í æfingasal, salerni, vaska og aðra snertifleti í lok dags og eftir þörfum.
 • Upplýsingaskilti um smitvarnir eiga að vera sýnileg öllum.

Fyrst birt 12.01.2021
Síðast uppfært 10.05.2021

<< Til baka