Leghálsspeglanir

Leghálsspeglun (kolposcopi) er smásjárskoðun á leghálsi, sem gerð er ef frumubreytingar finnast í leghálsstroki við skimun. Frumubreytingar eru oftast orsakaðar af HPV veirusýkingu (human papilloma veiru). Vægar forstigsbreytingar hverfa oft sjálfkrafa án meðferðar og því er nægjanlegt að hafa eftirlit með þeim eftir 6-12 mánuði. Hins vegar ef það gerist ekki eða ef hágráðu frumubreytingar eru í stroki, er þörf á leghálsspeglun til frekari greiningar. Við leghálsspeglun er leghálsinn skoðaður og útbreiðsla frumubreytinga könnuð. Einnig eru tekin vefjasýni (biopsiur) til vefjagreiningar. Vefjasýni eru tekin frá svæðum sem sýna frumubreytingar.

Hvernig fer leghálsspeglun fram

Leghálsspeglun þarfnast hvorki svæfingar né deyfingar. Læknir framkæmir rannsóknina sem tekur um 15-20 mínútur. Konan fer í hefðbundna kvenskoðun, leghálsinn er skoðaður og tekin sýni.

Að jafnaði tekur um 7-10 daga að fá niðurstöður úr leghálsspeglun. Þá er tekin ákvörðun um hvort þörf er á að gera keiluskurð. Æskilegt er að leghálsspeglanir verði á fárra höndum og hjá þeim sem hafa fengið sérstaka þjálfun. Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri (SAK) munu að mestu sjá um leghálsspeglanir frá 1. janúar 2021.

Tilvísanir í leghálsspeglun

Leghálsspeglanir eru framkvæmdar á göngudeild kvennadeildar á Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og hjá kvensjúkdómalæknum á stofum. Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana og kvensjúkdómalæknar senda tilvísun fyrir leghálsspeglun.

Tilvísun til göngudeildar kvennadeildar á Landspítala er send úr Heilsugátt. Á tilvísun þarf að koma fram símanúmer og tölvupóstfang sjúklings ásamt niðurstöðu úr síðasta leghálssýni (frumusýni, HPV mæling), dagsetning síðasta leghálssýnis og ástæða til leghálsspeglunar. Ef ósk er um rannsókn í svæfingu þarf það að koma fram í tilvísun.

Tilvísun til göngudeildar kvennadeildar á Sjúkrahúsinu á Akureyri skal send í hefðbundnu pappírsformi á sjúkrahúsið á Akureyri, Kvensjúkdómadeild. V/ Eyrarlandsveg. 600 Akureyri.


Biðtími fyrir leghálsspeglanir

2 vikur, gæðaviðmið - 99 % skoðana innan þess tíma

Konur með einkenni, læknisfræðileg ábending
Grunur um ífarandi vöxt
AIS

6 vikur, gæðaviðmið - 99% skoðana innan þess tíma

HSIL (moderate og severe)
ASC-H
AGC

12 vikur, gæðaviðmið - 99% skoðana innan þess tíma

LSIL
ASCUS
Viðvarandi hr-HPV, frumusýni eðlilegt
Viðvarandi ófullnægjandi sýni til greiningar

Eftirlit eftir leghálsspeglun

Eftirlit eftir CIN (SIL, forstigsbreytingar í flöguþekjufrumum)

Ráðlagt eftirlit eftir leghálsspeglun og vefjasýnatöku skal ávallt taka mið af klínísku mati og sjúkrasögu sjúklings. Leiðbeiningar þessar eru til viðmiðunar.

Konur með lággráðu breytingar eða minna í frumusýni (LSIL, ASCUS, viðvarandi hr-HPV, viðvarandi ófullnægjandi sýni)

Niðurstaða leghálsspeglunar:

Leghálsspeglun fullnægjandi, mat eðlilegt, vefjasýni án forstigsbreytinga/vefjasýni CIN 1

 • Eftirlit eftir 12 og 24 mánuði með leghálssýni í HPV mælingu
 • Ef hr-HPV neikvæð við 12 og 24 mánuði þá fer kona til baka í hefðbundna skimun miðað við aldur
 • Ef hr-HPV jákvæð annað hvort við 12 eða 24 mánuði er gerð frumurannsókn á leghálssýni
  • Frumurannsókn eðlileg, þá er eftirlit með leghálssýni í HPV mælingu eftir 12 mánuði
  • Frumurannsókn með forstigsbreytingum
   • Tilvísun í leghálsspeglun

Leghálsspeglun fullnægjandi, mat hágráðu breytingar, vefjasýni ≥ CIN 2

 • Keiluskurður
 • Eftirlit við CIN 2, sjá kafla um eftirlit við CIN 2

Fyrir myndrænt yfirlit, sjá Flæðirit 1 .

 

Konur með hágráðu breytingar í frumusýni (HSIL (moderate/severe), ASC-H)

Niðurstaða leghálsspeglunar:

Leghálsspeglun fullnægjandi, mat eðlilegt, vefjasýni án forstigsbreytinga eða CIN 1

 • Eftirlit með leghálssýni í frumurannsókn og HPV mælingu eftir 6 og 12 mánuði
 • Frumusýni eðlilegt og neikvæð hr-HPV þá fer kona til baka í hefðbundna skimun miðað við aldur
 • Frumusýni með forstigsbreytingum og/eða hr-HPV jákvæð
  • Tilvísun í leghálsspeglun

Leghálsspeglun fullnægjandi, mat hágráðu breytingar, vefjasýni CIN 2/CIN 3

 • Keiluskurður
 • Eftirlit við CIN 2, sjá kafla um eftirlit við CIN 2

Fyrir myndrænt yfirlit, sjá Flæðirit 3 .


Eftirlit við CIN 2


Eftirlit með leghálsspeglun og leghálssýni í frumurrannsókn og HPV mælingu á 6 mánaða fresti.

Hægt að bjóða konum á frjósemisaldri sem hafa ekki hafið barneignir og hyggja á barneignir í framtíðinni ef:

 • Leghálsspeglun er fullnægjandi og ekki hafi fundist CIN 3 eða ífarandi vöxtur
 • CIN 2 breytingar ekki á fleiri en 2 fjórðungum legháls
 • CIN 2 staðfest með vefjasýni
 • Kona samþykkir eftirlit á 6 mánaða fresti með leghálsspeglun, vefjasýnatöku og leghálssýnum
 • Kona skilur að tími fyrir CIN 2 breytingar til að hverfa geta verið 24 mánuðir
 • Ef áfram CIN 2 við eftirlit eftir 24 mánuði er ráðlagður keiluskurður

 

Eftirlit eftir AGC og AIS (forstigsbreytingar í kirtilfrumum)


Ráðlagt eftirlit eftir leghálsspeglun og vefjasýnatöku skal ávallt taka mið af klínísku mati og sjúkrasögu sjúklings. Leiðbeiningar þessar eru til viðmiðunar.

Leghálsspeglun með vefjasýnum og sýnatöku frá leghálsgangi (skaf frá leghálsi í vefjagreiningu eða cytobrush próf í frumugreiningu). Sýni eru send á meinafræðideild Landspítala til greiningar.

Konur eldri en 40 ára og konur með áhættuþætti fyrir legbolskrabbameini (t.d. offita) skal meta með leggangasónar og e.t.v. taka sýni frá legslímhimnu.


Konur með AGC í frumusýni

Niðurstaða leghálsspeglunar:

Leghálsspeglun fullnægjandi, mat eðlilegt, vefjasýni eðlileg/CIN 1

 • Eftirlit með leghálsspeglun og leghálssýni í frumurrannsókn og HPV mælingu eftir 12 mánuði
  • Leghálsspeglun eðlileg, engar forstigsbreytingar og hr-HPV neikvæð
   • Leghálssýni í frumurrannsókn og HPV mælingu eftir 12 mánuði og 24 mánuði
    • hr-HPV jákvæð og/eða forstigsbreytingar
     • Tilvísun í leghálsspeglun
    • hr-HPV neíkvæð og engar forstigsbreytingar
     • Kona fer til baka í hefðbundna skimun skv. aldri

Leghálsspeglun fullnægjandi, vefjasýni ≥ CIN 2

 • Keiluskurður

Leghálsspeglun fullnægjandi, vefjasýni með forstigsbreytingum í kirtilþekju eða AGC í cytobrush prófi

 • Keiluskurður

Leghálsspeglun fullnægjandi, vefjasýni með AIS

 • Keiluskurður

Leghálsspeglun ófullnægjandi, óháð niðurstöðu vefjasýna

 • Keiluskurður

Fyrir myndrænt yfirlit, sjá Flæðirit 2 .


Konur með AIS í frumusýni

Leghálsspeglun skal framkvæmd til að meta breytingar í flöguþekju sem oft eru samfara AIS.

Óháð niðurstöðu úr leghálsspeglun skal framkvæma keiluskurð.


Fyrst birt 06.01.2021

<< Til baka