Ferðalög barna fædd 2005 og síðar og aðgerðir á landamærum vegna COVID-19
- Börn fædd 2005 og síðar eru undanþegin að framvísa vottorði um neikvætt PCR-próf.
- Börnum fædd 2005 og síðar sem ferðast með foreldri eða forráðamanni er skylt að fara í sóttkví við komuna til landsins en eru undanþegin sýnatöku eftir ferðalög.
- Foreldri/forráðamaður fer í fyrri sýnatöku á landamærum og losnar barnið úr sóttkví þegar foreldri losnar við neikvæða niðurstöðu úr seinni sýnatöku (venjulega eftir 5-6 daga).
- Börn sem ferðast ein (án foreldris/forráðamanns) eða með foreldri/forráðamanni sem er undanþeginn sýnatöku, er skylt að fara í sýnatöku eftir 5 daga sóttkví eftir heimkomuna.
- Ef börnin hafa ekki þroska eða getu til að virða þær ráðstafanir sem eru forsenda þess að hluti heimilisfólks geti verið í sóttkví en aðrir ekki, þá er allt heimilið í sóttkví. Sjá einnig sérstakar leiðbeiningar um börn í sóttkví.
- Enginn með einkenni sem geta samrýmst COVID-19 eiga að mæta í skólann eða vinnu heldur fara sem fyrst í sýnatöku. Einkennasýnatöku er hægt að panta á heilsuvera.is eða með því að hringja í heilsugæsluna (utan dagvinnutíma í Læknavaktina í 1700).
Sjá nánar í leiðbeiningum um heimasóttkví.
Fyrst birt 05.01.2021
Síðast uppfært 24.02.2021