Algengar spurningar heilbrigðisstarfsfólks

Get ég séð í Sögu þá sem hafa verið bólusettir?
Já, hægt er að sjá undir forsíðu sjúklings hvort viðkomandi er bólusettur

 

Get ég séð í Heilsuveru þá sem hafa verið bólusettir?
Hver og einn getur séð sínar bólusetningar inn á www.heilsuvera.is  undir Mínar síður.

Er hægt að skrá sömu manneskjuna oft í kerfið? Er hætta á að einhver verði bólusettur tvisvar?
Kerfið heldur utan um bólusetningar allra og lætur vita ef reynt er að bólusetja einstakling oftar en þörf er á.

 

Hvernig á að skrá aukaverkanir?
Aukaverkanir eru skráðar á vef Lyfjastofnunar 

Hvar eru bólusetningar skráðar?
Allar bólusetningar eru skráðar í miðlægan bólusetningar gagnagrunn  sóttvarnalæknis.


Hver sér um að setja hópa inn í kerfið?
Svokallaðir listamenn, í hverju heilbrigðisumdæmi, setja hópa inn í kerfið.

 

Hvar fæ ég upplýsingar um hver er listamaður í mínu umdæmi?
Hjá framkvæmdarstjóra hjúkrunar í þínu heilbrigðisumdæmi.

Hvað ef ég næ ekki í listamann?
Hafið samband við framkvæmdarstjóra hjúkrunar í þínu heilbrigðisumdæmi.

Hver getur breytt hópum?
Listamenn í hverju heilbrigðisumdæmi og listamenn á SAK og LSH.

Hver getur boðað hóp í bólusetningu?
Listamenn í hverju heilbrigðisumdæmi ásamt listamönnum á LSH og SAK. Stærri hópar verða boðaðir miðlægt 


Fyrst birt 21.12.2020

<< Til baka