Vottorð vegna fyrri COVID-19 sýkingar og mótefna tekin gild á landamærum til undanþágu á sóttvarnaraðgerðum

(Enska - Pólska - Spænska - Litháíska)

Ferðamenn þurfa að forskrá sig á covid.is. Þar er einnig netspjall fyrir spurningar.

Ferðamenn sem dvalið hafa á áhættusvæðum og framvísa vottorði um fyrri sýkingu (jákvæðu PCR prófi) eða mótefnamælingu sem eru viðurkennd á landamærum eru undanþegnir ákveðnum sóttvarnaaðgerðum vegna COVID-19 skv. reglugerð

Flugrekendum ber skylda til að kanna forskráningu og að farþegar geti framvísað viðeigandi vottorði skv. reglugerð.

Ekki með tengsl við Ísland:

 • Þurfa að framvísa neikvæðu COVID-19 prófi  á landamærum, sem er ekki eldra en 72 klst gamalt við brottför (byrðingu) erlendis (sjá nánar í hlekk um neikvætt próf).
 • Ef neikvæðu prófi er ekki framvísað þá þarf að fara í eina PCR sýnatöku við komuna á landamærum og sæta sóttkví þar til niðurstaða liggur fyrir.

Með tengsl við Ísland:

 • Þurfa að fara í COVID-19 próf á næstu tveimur dögum frá komu til landsins. Sjá nánar á covid.is  og í forskráningu. Má vera PCR próf eða hraðpróf.
 • Þurfa ekki að framvísa neikvæðu COVID-19 prófi við brottför (byrðingu) erlendis.
 • Tengsl við Ísland: Íslenskur ríkisborgari, einstaklingar búsettir á Íslandi eða með atvinnu- eða dvalarleyfi (þ.m.t. umsækjendur um slík leyfi) og einstaklingar sem koma til vinnu eða náms í meira en sjö daga. Einstaklingar sem sækja um alþjóðlega vernd. Þá teljast aðstandendur framangreindra hópa vera með tengsl við Ísland.

Undanþegnir sýnatöku við komuna og að framvísa neikvæðu prófi:

 • Ferðamenn sem framvísa jákvæðu PCR prófi sem er eldra en 14 daga og yngra en 180 daga.
 • Tengifarþegar sem fara ekki út fyrir landamærastöð (flugvöll).
 • Börn fædd 2005 og síðar.
 • Flugáhöfn með tengsl við Ísland í vinnuferð erlendis í 48 klst eða styttra.

Ef minnsti vafi leikur á trúverðugleika vottorðs eða vottorð telst ógilt samkvæmt nánari leiðbeiningum sóttvarnalæknis (sjá skilyrði hér að neðan) er ferðamanni skylt að fara í PCR sýnatöku við komuna og síðan í sóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir úr seinni sýnatöku 5 dögum eftir komuna.

Einstaklingur sem getur ekki eða vill ekki gangast undir sýnatöku skal sæta sóttkví í 14 daga.

Brot gegn reglugerð getur varðað sektum eða fangelsi skv. 19. gr. sóttvarnalaga nr.  19/1997 eða 175. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Vottorð um fyrri sýkingu eða mótefni sem eru viðurkennd á landamærum Íslands:

 • Tungumál: Íslenska, danska, norska, sænska, enska
   • Vottorð á öðru tungumáli má taka gilt ef þýðing stimpluð af löggildum skjalaþýðanda fylgir upprunalegu skjali á einu af tungumálunum sem krafist er.
 • Fornafn og eftirnafn (sambærilegt við ferðaskilríki)
 • Fæðingardagur (eða kennitala)
 • Dagsetning sýnatöku / mótefnamælingar
 • Hvar sýnataka / mótefnamæling fór fram (land / borg / heimilisfang).
 • Heiti rannsóknarstofu / útgefanda vottorðs (eða nægar upplýsingar þannig að hægt sé að staðfesta niðurstöður).
 • Tegund rannsóknar (PRC-próf eða mótefnamæling). Engin skyndipróf (engin hraðpróf eða heimapróf).
 • Niðurstaða rannsóknar
   • PCR-próf jákvætt fyrir SARS-CoV-2 / COVID-19 sem er eldra en 14 daga
   • Mótefni til staðar með ELISA aðferð* eða tölugildi tilgreint
     • IgG eða IgG og IgM mótefni. IgM eingöngu er ekki tekið gilt.
     • Má vera S eða N prótín.
 • Vottorð getur verið rafrænt eða á pappír
 • Viðurkennd frá öllum löndum

*EIA, ECLIA, ELFA, CMIA, CLIA, CLMIA eru sambærileg próf við ELISA (chemiluminesce-fluorescent-immuno-assay)

Landamæraverðir meta hvort vottorð er viðurkennt og kalla til fulltrúa sóttvarnalæknis (heilbrigðisstarfsmann) ef þarf og lokaákvörðun um vottorð er á ábyrgð sóttvarnalæknis.

Athugið að vottorð viðurkennd á landamærum Íslands til undanþágu á sóttvarnaraðgerðum við komuna til landsins eru ekki endilega viðurkennd af öðrum löndum.

Ferðamenn sem framvísa ekki viðurkenndu vottorði um fulla bólusetningu eða fyrri sýkingu eða mótefni:

 • Þurfa að framvísa vottorði um neikvætt COVID-19 próf, sem má ekki vera eldra en 72 klst gamalt við brottför erlendis
 • Fara í  PCR próf við komuna hingað til lands
 • Sæta 5 daga sóttkví sem lýkur með annarri PCR sýnatöku

Fyrst birt 26.11.2020
Síðast uppfært 21.01.2022

<< Til baka