Sýkingavarna- og öryggisteymi

 Bráðaviðbragð við COVID-19, vitjun til stofnunar

 

Markmið:
Að bregðast hratt við kalli frá hjúkrunarheimilum/velferðarþjónustu ef upp kemur COVID-19-smit. Viðbragðstími teymis er 4─8 klst. SST útvegar flutning á áfangastað og aftur til baka.

Boðunarferlið:
Unnið er samkvæmt stjórnskipulagi almannavarna á neyðarstigi. Umdæmis-/svæðislæknir sóttvarna óskar eftir því í samráði við AST umdæmis að þessi stuðningur berist til hlutaðeigandi stofnunar innan umdæmis. Í kjölfar jákvæðar afgreiðslu AST er formleg beiðni um virkjun teymisins send til Samhæfingarstöðvar (SST) avd-RLS. SST leiðir þarfagreiningu og hættumat ásamt hlutaðeigandi. Ef hættumat gefur til kynna þörf á virkjun teymis hefur SST samband við teymisstjóra sem mannar teymið og upplýsir um áætlaðan brottfarartíma, brottfararstað og nöfn þeirra sem bregðast munu við kallinu.
Sjá mynd.

Verkefni eru unnin samkvæmt Handbók sýkingavarna – og öryggisteymis:

 • Tveir aðilar teymis fara á staðinn og áætluð viðvera á staðnum er einn vinnudagur (8 klst) að viðbættum ferðatíma.
 • Fundur með stjórnanda og farið yfir skipulag heimsóknar. Dagskrá samþykkt.
 • Unnið samkvæmt dagskrá er varðar að setja upp bestu mögulegu sýkingavarnir á staðnum.
  • Skilgreina tvo „sérfræðinga smitvarna“ innan umdæmis - valdefla viðkomandi sem kenna öðru starfsfólki. Annar aðilinn verður að vera utan stofnunarinnar, t.d. hjúkrunarfræðingur á nálægðri heilsugæslustöð/heilbrigðisstofnun/sjúkrahúsi til að reyna að hindra það að þessir tveir aðilar þurfi ekki að fara samtímis í einangrun/sóttkví.
  • Birgðastaða hlífðarbúnaðar, kennsla í notkun hlífðarbúnaðar, í einangrun og í sóttkví.
  • Skilgreina og setja upp hrein- og óhrein svæði.
  • Aðstoða við að setja upp hlífðarbúnaðarstöð.
 • Rekja smitin og taka ákvarðanir með viðkomandi stofnun um þörf á sóttkví skjólstæðinga og starfsmanna í samráði við smitrakningateymi almannavarna.
  • Taka ákvarðanir um mismunandi styrkleika mögulegrar útsetningar og aðstoða við að skilgreina þörf fyrir sóttkví B, ef þörf er á. 
 • Í kjölfar heimsóknar er annar aðili teymis skráður sem tengiliður og veitir frekari stuðning i formi fjarfunda, símtals.
 • Skilar stöðuskýrslu samkvæmt sniðmáti innan viku frá lok útkalls.


Samsetning teymis:

 • Þórdís Tómasdóttir, verkefnastjóri hjúkrunar á EIR, Skjóli & Hömrum – Teymisstjóri
 • Ása St. Atladóttir, verkefnisstjóri sýkingavarna, embætti landlæknis
 • Marta Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á LSH
 • Berglind Chu, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í hjúkrun á LSH (aðeins Kraga stofnanir)
 • Íris Dögg Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á EIR hjúkrunarheimili
 • Dagný Einarsdóttir, sjúkraliði á sýkingavarnadeild LSH
 • Anna María Þórðardóttir, verkefnastjóri og sérfræðingur í hjúkrun á gæðadeild LSH. Sérfræðingur í rakningu.

Tenging er við COVID-göngudeild LSH. SST upplýsir COVID-19 deildina ef teymið er virkjað. Læknir COVID-göngudeildar LSH ræðir við umdæmislækni sóttvarna og þeir samhæfa sitt viðbragð er varða sjúklinga með jákvæða greiningu.

Kostnaður:
Hver aðili teymis er lánaður til verkefnisins af sínum vinnuveitanda (EL, LSH og hjúkrunarheimilið Eir) og er í ráðningarsambandi við sinn vinnuveitanda í þessu verkefni. Aðeins SST getur samþykkt virkjun teymisins. Hver aðili teymis upplýsir sinn vinnuveitanda um skráðan tímafjölda vegna þessa verkefnis per mánuð og má ekki samþykkja þátttöku í útkalli nema fyrir liggi leyfi vinnuveitenda.

Forvarnir heimila:
Allar heilbrigðisstofnanir hvattar til að kynna sér vel leiðbeiningar fyrir hjúkrunarheimili og dagdvalir og innleiða fyrir sitt heimili þær aðgerðir sem þar koma fram

Heimili kynni sér vel COVID-19 gæðahandbók LSH

Stjórnendur heimila eru velkomnir í heimsókn á LSH-Fossvogi, LHS-Landakot, á Eir, Droplaugarstaði og hafa samband við teymisstjóra sem undirbýr heimsókn á þessa staði ef þess er óskað.

 


Fyrst birt 13.11.2020
Síðast uppfært 16.11.2020

<< Til baka