Stuðningsteymi velferðarþjónustu vegna COVID-19

Bráðaviðbragð við COVID-19, vitjun til stofnunar

 

Markmið:
Að bregðast hratt við kalli frá hjúkrunarheimilum/velferðarþjónustu ef upp kemur COVID-19-smit. Viðbragðstími teymis er 4─8 klst. SST útvegar flutning á áfangastað og aftur til baka.

Boðunarferlið:
Ef óskað er eftir aðkomu Stuðningsteymis velferðarþjónustu vegna COVID-19 þarf að senda umsókn um það til umdæmis- eða svæðislæknis sóttvarna á viðkomandi svæði.

Umdæmislæknirinn (eða svæðislæknirinn) fer yfir beiðnina, veitir samþykki sitt með að undirrita beiðnina og senda hana áfram til samhæfingastöðvar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (almannavarnir@rls.is). Fylgir beiðni eftir með símtali við 112.

Vegna aðstæðna í Reykjavík geta yfirmenn hjúkrunarheimila, sambýla eða annarra búsetuúrræða samþykkt beiðni og sent almannavarnir@rls.is og fylgt henni eftir með símtali við 112.

Almannavarnadeild hefur samband við teymisstjóra Stuðningsteymis velferðarþjónustu vegna COVID-19 sem mannar teymið og upplýsir um áætlaðan brottfarartíma og nöfn þeirra sem koma í útkallið.

 

Umdæmislæknar sóttvarna (A) / svæðislæknar sóttvarna (B):

Reykjavík: Sigríður Dóra Magnúsdóttir, höfuðborgarsvæði (A) / Ásmundur Magnússon, Garðabæ (B)

Vesturland: Þórir Bergmudsson, Akranesi (A) / Linda Kristjánsdóttir, Borgarnesi (B), Þórður Ingólfsson, Búðardal (B), Geir Karlsson Hvammstanga (B)

Vestfirðir: Súsanna B. Ástvaldsdóttir, Ísafirði (A)

Norðurland: Örn Ragnarsson, Sauðárkróki (A) / Jón Torfi Halldórsson, Akureyri (B), Ásgeir Böðvarsson, Húsavík (B), Guðmundur Pálsson, Dalvík (B)

Austurland: Pétur Heimisson, Egilsstöðum (A) / Margrét Helga Ívarsdóttir, Fjarðabyggð (B)

Suðurland: Elín Freyja Hauksdóttir, Höfn (A) / Víðir Óskarsson, Selfossi (B), Björn G.S. Björnsson, Hellu/Hvolsvelli (B), Davíð Egilsson, Vestmannaeyjum (B)

Suðurnes: Fjölnir Freyr Guðmundsson, Reykjanesbæ og Grindavík (A)


Samsetning teymis:

  • Marta Jóns Hjördísardóttir, verkefnisstjóri á Landspítala - Teymisstjóri
  • Íris Dögg Guðjónsdóttir, deildarstjóri á EIR hjúkrunarheimili
  • Berglind Chu, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala
  • Anna María Þórðardóttir, verkefnisstjóri og sérfræðingur á Landspítala, sérfræðingur í rakningu.
  • Þórdís Tómasdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á EIR, Skjóli & Hömrum
  • Ása St. Atladóttir, verkefnisstjóri sýkingavarna, embætti landlæknis

Kostnaður:
Að fá aðstoð frá Stuðningsteymi velferðarþjónustu vegna COVID-19 er stofnunum að kostnaðarlausu.

Forvarnir heimila:
Yfirmenn allra heilbrigðisstofnana, hjúkrunarheimila, dagdvalir og annarra búsetuúrræða eru hvattir til að kynna sér vel Leiðbeiningar hjúkrunarheimila og dagdvala og innleiða fyrir sína stofnun eða heimili þær aðgerðir sem þar koma fram.

  • Verða sér úti um hlífðarbúnaðarlager - eiga ávallt til viðeigandi hlífðarbúnað til 5 daga notkunar.
  • Horfa á myndband LSH um hlífðarbúnað. Æfa sig í að fara í og úr hlífðarbúnaði.
  • Tryggja samráð við umdæmislækni og önnur hjúkrunarheimili innan umdæmis.

 

 


Fyrst birt 13.11.2020
Síðast uppfært 29.07.2021

<< Til baka