Vottorð um sóttkví eða staðfesta COVID-19 sýkingu


Hægt er að fá staðfestingu/vottorð eftir að einangrun eða sóttkví lýkur.

 • Staðfesting á COVID-19 sýkingu
  • Læknisvottorð vegna einangrunar má fá hjá lækni COVID-göngudeildar Landspítala við útskrift.
  • Hægt er að nálgast staðfestingu á fyrri COVID-19 sýkingu (vegna ferðalaga) á heilsuvera.is með rafrænum skilríkjum. Ef ekki með rafræn skilríki þá er hægt að senda beiðni á mottaka@landlaeknir.is með efnislínuna: „Staðfesting á fyrri COVID-19 sýkingu“.
 • Sóttkví
  • Einstaklingar þurfa að vera skráðir í sóttkví vegna nándar við smitaðan einstakling til að hægt sé að gefa út staðfestingu/vottorð um slíkt.
  • Ekki er gefið út vottorð vegna sóttkvíar eftir ferðalög erlendis. Reglur um sóttkví eftir ferðalög gilda um alla sem koma til landsins skv. reglugerð ráðherra.
  • Ekki er gefið út vottorð vegna úrvinnslusóttkvíar á meðan beðið er eftir niðurstöðum sýnatöku þar sem um tímabundna ráðstöfun er að ræða en ekki formlega sóttkví skv. beinum fyrirmælum.
  • Þegar sóttkví skv. beinum fyrirmælum vegna nándar við tilfelli er lokið er hægt að sækja staðfestingu/vottorð um sóttkví á heilsuvera.is með rafrænum skilríkjum. Ef ekki með rafræn skilríki þá er hægt að senda beiðni á mottaka@landlaeknir.is með efnislínuna: „Staðfesting á sóttkví“.
  • Ef fullorðinn er með barni í sóttkví er hægt að nálgast vottorð barnsins á svæði þess í Heilsuveru. Á vottorðinu kemur einnig fram nafn forráðamanns.

Fyrst birt 26.11.2020

<< Til baka