Upplýsingar um opnunartíma heilsugæslustöðva fyrir skimun vegna COVID-19


Hvar og hvenær fer sýnataka fram?

  • Þú færð strikamerki sent í tölvupósti kvöldið áður en þú átt að mæta í sýnatöku. Mættu með skilríki og strikamerkið.
  • Mæta þarf á boðuðum degi.
  • Mismunandi er fyrir hverja stöð hvort panta þarf tíma.
  • Vinsamlegast athugið mismunandi opnunartíma.
  • Athugið opnunartíma stöðvar áður en mætt er í sýnatöku þar sem hann getur breyst með litlum fyrirvara.
  • Sjá nánar um ferlið á landamærum á vef embættis landlæknis.

Hvaða dag á ég að mæta í sýnatöku?

Sýnataka eftir ferðalag, seinni skimun
Seinni sýnataka er 5 dögum eftir þá fyrri. Til dæmis, ef þú kemur til landsins og fyrri sýnataka er á miðvikudegi þá er seinni sýnataka á mánudegi. Dagur 1 er daginn eftir komuna. Þú færð strikamerki til að nota í seinni sýnatöku að kvöldi 4. dags (í dæminu á sunnudagskvöldi). Ef þú kemst ekki eftir 5 daga í seinni sýnatökuna þá getur þú farið eftir 6 daga (í dæmi á þriðjudegi). Virða þarf sóttkví þar til niðurstöður seinni sýnatöku liggja fyrir en sóttkví er aflétt ef seinni sýnataka er neikvæð (veira finnst ekki).

Skimun til að stytta sóttkví eftir þekkta útsetningu fyrir COVID-19 (tengsl við staðfest tilfelli)
Hægt er að stytta sóttkví eftir 7 daga með skimun hjá einkennalausum. Til dæmis, ef þú varst sett(ur) í sóttkví á mánudegi þá er skimun næsta mánudag. Dagur 1 er daginn eftir sóttkví hófst. Þú færð strikamerki til að nota í skimuninni að kvöldi 6. dags (í dæminu á sunnudagskvöldi). Ef þú kemst ekki á 7. degi í skimun þá getur þú farið degi seinna (í dæmi á þriðjudegi). Ef niðurstaða skimunar er neikvæð þá er sóttkví hætt. Næstu 7 dagana þarftu samt að gæta vel að sóttvörnum og forðast samneyti við viðkvæma einstaklinga.

 

Heilsugæslustöðvar sem annast landamæraskimun.

Reykjavík

Hver: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, HH.
Hvenær: Sýni eru tekin alla virka daga kl. 8:30-15:30 og kl. 11:00–15:00 um helgar og frídaga. Mæta þarf á boðuðum degi og það er ekki hægt að panta tíma.
Hvar: Suðurlandsbraut 34, 108 Reykjavík, fyrstu hæð (inngangur við Suðurlandsbraut). Vinsamlegast leggið bifreið og farið inn í sýnatöku.
Vefsíða: www.heilsugaeslan.is

 

Keflavík

Hver: Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, HSS.
Hvenær: Sýni eru tekin alla daga frá kl. 8:30-09:30. Mæta þarf á boðuðum degi og það er ekki hægt að panta tíma.  Þetta á við landamæra- og sóttkvíarskimun. Einkennasýnatöku þarf að panta.
Hvar: Fitjabraut 3, 260 Reykjanesbæ. Vinsamlegast leggið bifreið og farið inn í sýnatöku.
Vefsíða: www.hss.is

 

Selfoss

Hver: Heilbrigðisstofnun Suðurlands, HSU Selfossi.
Hvenær: Sýni eru tekin alla virka daga kl. 9:00-10:00. Það er lokað um helgar og frídaga. Mæta þarf á boðuðum degi og það er ekki hægt að panta tíma. Þetta á við landamæra- og sóttkvíarskimun. Einkennasýnatöku þarf að panta.
Hvar: við Árveg, Selfossi, í bílakjallara undir Krónunni. Sýni tekið í bílnum. Aðkoma er um vistgötu (Selfossveg) aftan við Hótel Selfoss frá Kirkjuvegi. Sjá kort.
Ef þú kemur gangandi ferð þú í röð við inngang í bílakjallara með andlitshlíf á þér.
Annað: Vinsamlegast komið með andlitshlíf til að nota í biðröð.
Vefsíða: www.hsu.is

 

Vestmannaeyjar

Hver: Heilbrigðisstofnun Suðurlands, HSU Vestm.eyjum, við Sólhlíð.
Hvenær: Sýni eru tekin alla virka daga kl. 14:00-14:30. Það er lokað um helgar og frídaga. Mæta þarf á boðuðum degi og það er ekki hægt að panta tíma.
Hvar: Sólhlíð 10, 900 Vestmannaeyjum, á bílastæði við hlið leikskóla.
Annað: Vinsamlegast komið með andlitshlíf til að nota í biðröð.
Vefsíða: www.hsu.is

 

Höfn í Hornafirði

Hver: Heilbrigðisstofnun Suðurlands, HSU Höfn í Hornafirði.
Hvenær: Sýni eru tekin alla virka daga kl. 9:00-9:30. Það er lokað um helgar og frídaga. Mæta þarf á boðuðum degi og það er ekki hægt að panta tíma.
Hvar: Víkurbraut 26, 780 Höfn, í rauðu húsi á móti heilsugæslustöð.
Annað: Vinsamlegast komið með andlitshlíf til að nota í biðröð.
Vefsíða: www.hsu.is

 

Egilsstaðir

Hver: Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA
Hvenær: Sýni eru tekin alla virka daga og sunnudaga kl. 11:30-12:30. Það er lokað á laugardögum og frídaga. Mæta þarf á boðuðum degi og það er ekki hægt að panta tíma.
Hvar: Blómvangur 31, 700 Egilsstöðum, Við hlið Bónus á Egilsstöðum.
Vefsíða: www.hsa.is

 

Akureyri

Hver: Heilbrigðisstofnun Norðurlands, HSN
Hvenær: Sýni eru tekin alla virka daga kl. 13:00-14:00 og á laugardögum kl. 10:00-11:00. Lokað á sunnudögum og frídaga. Mæta þarf á boðuðum degi og það er ekki hægt að panta tíma.
Hvar: Strandgötu 31 (baka til), 600 Akureyri, jarðhæð.
Vefsíða: www.hsn.is

 

Ísafjörður

Hvar: Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, HVEST
Hvenær: Sýni eru tekin alla virka daga kl. 10:00–11:00. Það er lokað um helgar og frídaga. Panta þarf tíma í síma 450-4500 virka daga kl. 8:00–16:00.
Hvar: HVEST, Torfnesi, 400 Ísafirði, úti fyrir framan kjallara sem og önnur sýnataka (tekin eru sýni í gegnum bílrúðu). 
Vefsíða: www.hvest.is

 

Borgarnes

Hver: Heilbrigðisstofnun Vesturlands, HVE Borgarnesi
Hvenær: Sýnataka er alla virka daga. kl. 10:00–11:00. Mæta þarf á boðuðum degi og það er ekki hægt að panta tíma.
Hvar: Borgarbraut 65, 310 Borgarnesi, baka til við heilsugæsluna í bílskúr.
Vefsíða: www.hve.is

 

Akranes

Hver: Heilbrigðisstofnun Vesturlands, HVE Akranesi
Hvenær: Sýnataka er alla daga. kl. 13:00–13:30. Mæta þarf á boðuðum degi og það er ekki hægt að panta tíma.
Hvar: Þjóðbraut 11, 300 Akranesi, Sjúkrabílageymsla Rauða krossins.
Annað: Vinsamlegast komið með andlitshlíf til að nota í biðröð.

Vefsíða: www.hve.is


Fyrst birt 11.08.2020
Síðast uppfært 19.10.2020

<< Til baka