COVID-19 smit flugfarþega - rakning og sóttkví

(English below)

Rakning og sóttkví annarra farþega og áhafnar
Ef einstaklingur greinist með virkt COVID-19 smit og er settur í einangrun eru tengsl almennt rakin frá 24 klst. áður en einkenni viðkomandi komu í ljós eða sýni var tekið ef viðkomandi er einkennalaus. Eftirfarandi leiðbeiningar eiga við ef viðkomandi voru með grímu (maska) í flugi og gættu fyllstu varúðar eins og mælt er með. Ef það á ekki við þarf að meta aðstæður hverju sinni og sóttkví mögulega útvíkkuð.

Rakning fer fram fyrir þá einstaklinga sem sátu í 2 sætaröðum umhverfis þann sem er talinn smitandi. Miðað er við 24 klst. áður en einkenni hans komu fram (24 klst. frá greiningu ef einkennalaus). Þessir farþegar verða látnir vita um útsetningu. Aðeins farþegar sem sitja við hlið hins smitandi einstaklings eru skilgreindir sem náin tengsl (há áhætta). Ef sá sem er smitandi sat við gang þá er einstaklingur hinum megin við ganginn ekki talinn sem náin tengsl (nema einhver önnur ástæða gefi tilefni til slíks s.s. ferðafélagi/fjölskylda, bein snerting, hóstað eða hnerrað á).

Með þessu verða yfirleitt 1−2 taldir sem náin tengsl (há áhætta fyrir útsetningu), aðrir eru taldir með tengsl en lága áhættu fyrir útsetningu. Endanleg ákvörðun er tekin af rakningateymi.

Áhöfn sem sinnir þeim hluta vélar þar sem sá smitandi sat er talin í lágri áhættu (nema önnur ástæða setji í háa áhættu).

Há áhætta = sóttkví í 14 daga frá útsetningu. Þessum einstaklingum verður fylgt eftir af rakningateymi. Ef erlendur ferðamaður vill fara til síns heima áður en 14 dagar eru liðnir verður honum gert kleyft í samvinnu við heilsugæslu að fara í sýnatöku og þá að fara úr landi ef sýni er neikvætt. Viðkomandi fer síðan eftir leiðbeiningum í heimalandi sínu hvort hann fari sóttkví þar.

Lág áhætta = látnir vita um útsetningu og beðnir að takmarka náin samskipti við aðra í 14 daga frá útsetningu, fá ráð um að vera vakandi fyrir einkennum og hvað þeir eiga að gera ef þeir fá einkenni. Þessum einstaklingum verður ekki fylgt eftir sérstaklega.

 

COVID-19 case onboard an airplane - contact tracing and quarantine

Contact tracing and quarantine of other passengers and crew
If an individual is diagnosed with COVID-19 and placed into isolation contact tracing is performed from 24 hours before his/her symptoms started, or from 24 hours before diagnostic testing if the individual is asymptomatic. The following applies if the individual was wearing a face mask (medical mask) and adhered to guidelines regarding hygiene and infection control as recommended. If those conditions are not met then the situation is evaluated and who needs to be quarantine possibly expanded.

Contact tracing is done for passengers within the 2 rows around a SARS-CoV-2 positively tested case. Contact tracing is performed in general from 24 hours before his/her symptoms started (from 24 hours before diagnostic testing if asymptomatic). All these passengers should be informed about the exposure. Only passengers sitting directly next to the index patient will be defined as close contacts (high risk exposure). If the index patient sat on the aisle, the person sitting on the other side of the aisle will not be categorized as close contact (unless there is another indication, such as a travel partner/family, direct touch, coughed or sneezed on).

As a result, in most events, there will be 1−2 close contacts, all other persons would be contact persons with a lower risk of infection (low risk of exposure).

The cabin crew serving the section of the index patient is considered contact with lower risk of infection (unless there is another indication).

High risk exposure = quarantined for 14 days. These individuals will be followed by the contact tracing team. If a traveller wishes to return to his place of residence before 14 days, he/she can do so if a PCR-test is negative for SARS-CoV-2. Testing will be done in collaboration with the health care service. Upon arrivial in the home country the traveller should adhere to rules there regarding quarantine if applicable.

Low risk exposure = informed about the exposure and that they self-monitor symptoms in the next 14 days and about what to do if symptoms arise. They are asked to limit contact with others during that time. These individuals will otherwise not be followed.


Fyrst birt 24.06.2020
Síðast uppfært 18.09.2020

<< Til baka