Skilaboð til allra sem hafa farið í skimun á landamærum

Farið varlega þangað til niðurstöður prófsins berast, sem ætti að vera innan 12 klst. ef lent er á Keflavíkurflugvelli og innan sólarhrings fyrir aðra áfangastaði. Ef niðurstöður hafa ekki borist innan 24 klst. þá má spyrjast fyrir um niðurstöður á testc19@landlaeknir.is. Haldið kyrru fyrir á heimili eða áfangastað og haldið ykkur í hæfilegri fjarlægð frá öðru fólki. Forðist snertingu eins og faðmlög eða handabönd. Þvoið hendur reglulega og ekki nota almenningssamgöngur. Vinsamlegast hafið símann opinn fyrstu 24 klukkustundirnar eftir sýnatöku þannig að hægt verði að koma til ykkar upplýsingum um niðurstöður prófsins.

  • Ef þú mælist ekki með veiruna á prófinu við komu er samt æskilegt að fara varlega fyrstu 14 dagana því niðurstöður prófsins eru ekki alveg óyggjandi. Ef þú veikist og einkenni geta samrýmst COVID-19 þarftu að halda kyrru fyrir og fara í annað próf á næstu heilsugæslustöð. Einkenni COVID-19 geta verið: hiti ≥ 38,5°C, bein- og vöðvaverkir, hósti, andþyngsli, skyndilegar breytingar á bragð- og/eða lyktarskyni, hugsanlega ógleði, uppköst, niðurgangur.
  • Ef þú færð skilaboð um að veiran hafi greinst hjá þér þarftu að forðast allt samneyti við aðra og undirgangast einangrun þar til frekari rannsóknir hafa farið fram. Hringt verður í þig frá COVID-göngudeild Landspítala og þú boðaður/boðuð í viðtal og blóðsýni. Þar fæst niðurstaða um hvort þú ert smitandi og þurfir áfram einangrun í 14 daga eða hvort þér sé frjálst að fara ferða þinna en áfram að sýna varúð.

Hlaðið niður appinu Rakning C-19. Það hjálpar við að rekja smit ef þörf krefur og veitir mikilvægar upplýsingar um COVID-19. Nánari upplýsingar um appið er að finna á www.covid.is/app

Ef þú finnur fyrir einkennum sem gætu verið vegna COVID-19 geturðu hringt í heilsugæsluna eða 1700.

Sjá einnig leiðbeiningar um hvað skal gera á meðan beðið er eftir niðurstöðu sýnatöku, á íslensku, ensku, frönsku, pólsku og þýsku.


Fyrst birt 20.06.2020

<< Til baka