Húsnæði í einangrun vegna COVID-19

[English]

Einstaklingar í einangrun ættu að dvelja í sama húsnæði allan tímann sem einangrun varir.

Húsnæði sem er notað fyrir einangrun á helst að uppfylla eftirfarandi:

  • Einstaklingsherbergi eða einnar fjölskyldu einingar
  • Sér salerni fyrir þá sem eru í einangrun
  • Sér aðstaða til að elda/neyta matar
  • Aðilar ekki í einangrun mega fara til vinnu og í skóla. Þeir ættu að fylgja leiðbeiningum um smitgát.

Einstaklingar í einangrun ættu ekki fara á veitingastaði eða í matvöruverslanir svo mikilvægt að skoða hvaða kostir m.t.t. aðfanga bjóðast á svæðinu.

Hver eining/íbúð þarf að hafa þvottaaðstöðu, að öðrum kosti þarf að hafa nægilegt magn af fatnaði og líni til að dugi fyrir alla dvölina í einangrun.

Ef dvalið er í fjölbýlishúsi eða á hóteli/gististað þar sem aðrir ganga um þarf að gæta vel að 1 metra fjarlægð frá öðrum og handhreinsun þegar farið er inn/út eða gengið er um sameiginleg rými. Forðast skal að snerta sameiginleg yfirborð og ekki ætti að dvelja í sameiginlegum rýmum meðan á einangrun stendur s.s. stigagangi, þvottahúsi, gestamóttöku hótels, saunu, sundlaug o.s.frv.

Á hóteli/gististað þarf að hafa samskipti við starfsmenn gegnum síma eða með öðrum fjarskiptaleiðum.

Einstaklingar í einangrun geta farið út í garð eða svalir sem eru til einkaafnota. Einstaklingar í einangrun geta farið í göngutúra á almannafæri sér til heilsubótar í nágrenninu en skulu gæta a.m.k. 1 metra fjarlægðar frá öðrum vegfarendum. Einstaklingar í einangrun ættu ekki að nota aðstöðu eða búnað á almannafæri, s.s. bekki, borð, líkamsræktartæki, salerni, hreinlætisaðstöðu, vatnsbrunna.


Fyrst birt 24.04.2020
Síðast uppfært 08.03.2022

<< Til baka