Upplýsingar fyrir börn og ungmenni

Nýjustu upplýsingar um má finna á vef embættis landlæknis: landlaeknir.is og covid.is

Bólusetning COVID-19

 

Um Kórónuveiruna

Hvað er kórónuveiran?
Kórónaveira er tegund af veiru sem getur valdið veikindum, sérstaklega hjá þeim sem eru ekki hraustir fyrir.

Hvernig veikindum veldur hún?
Kórónaveiran veldur veiki sem líkist kvefi eða flensu, eins og hósta, hita og beinverkjum. Veiran getur líka valdið alvarlegum veikindum eins og lungnabólgu. Veikin heitir COVID-19.

Ef grunur vaknar um smit er best að tala við einhvern fullorðinn, fá ráð á Heilsuvera.is eða í síma 1700.

Er kórónuveiran hættuleg?
Ástæðan fyrir því að öll lönd í heiminum fylgjast vel með kórónuveirunni er að það greindist ný tegund af henni og mjög margir hafa smitast. Veiran kom upprunalega frá Kína en hefur síðan ferðast til um allan heim.

Íslensk stjórnvöld, læknar, lögreglan og Rauði krossinn vinna saman að því að að sem fæstir smitist af á Íslandi, og að þeir sem smitast fái góða læknishjálp. Fáir af þeim sem smitast af veirunni verða alvarlega veikir en það þarf að fylgjast með öllum sem veikjast. Langflestum batnar og verða margir eru lítið veikir. Það er meiri hætta fyrir aldraða og fólk með ákveðna aðra sjúkdóma.

Gæti ég smitast af kórónuveirunni?
Þeir sem hafa verið mjög nálægt einhverjum sem er veikur vegna kórónuveirunnar, eða hafa snert smitað fólk, sofið í sama rúmi eða verið í á sama stað geta líka smitast.

Hvernig get ég forðast að smitast?
Mikilvægast er að þvo sér vel og oft um hendurnar, með vatni og sápu eða handspritti. Svo er góð regla að vera ekki nálægt þeim sem eru með kvef, eins og hnerra eða hósta. Ef þú þarft að hósta eða hnerra á að gera það í olnbogann en ekki í hendurnar eða út í loftið.

Af hverju eru sumir með grímur?
Fólk sem þarf að vinna nálægt öðrum og hitta marga í vinnunni sinni eða skóla eru með grímur til að passa sig og aðra.

Veggspjöld
Hvernig vernda á nemendur í skólum og leikskólum (pdf)
Hvernig vernda á börnin sín (pdf)


Fyrst birt 23.02.2020
Síðast uppfært 05.01.2022

<< Til baka