Upplýsingar fyrir börn og ungmenni

(English below)

Nýjustu upplýsingar um má finna á vef embættis landlæknis: landlaeknir.is og covid.is

Leikskólar og börn. Útgefið af embætti landlæknis. Teikningar eftir Stefaníu Emilsdóttur.
Halló - Ég heiti Kóróna. Efni fyrir börn sem er byggt á veirubókinni eftir Manuela Molina
Sjá hér íslenska þýðingu á bókinni.

Hvað er kórónuveiran?
Kórónaveira er tegund af veiru sem getur valdið veikindum, sérstaklega hjá þeim sem eru ekki hraustir fyrir.

Hvernig veikindum veldur hún?
Kórónaveiran veldur veiki sem líkist kvefi eða flensu, eins og hósta, hita og beinverkjum. Veiran getur líka valdið alvarlegum veikindum eins og lungnabólgu. Veikin heitir COVID-19.

Ef grunur vaknar um smit er best að tala við einhvern fullorðinn og fá ráð í síma 1700.

Er kórónuveiran hættuleg?
Ástæðan fyrir því að öll lönd í heiminum fylgjast vel með kórónuveirunni núna er að það hefur greinst ný tegund af henni og mjög margir hafa smitast. Veiran kom upprunalega frá Kína en hefur síðan ferðast til um allan heim.

Íslensk stjórnvöld, læknar, lögreglan og Rauði krossinn vinna saman að því að að sem fæstir smitist af á Íslandi, og að þeir sem smitast fái góða læknishjálp. Fáir af þeim sem smitast af veirunni verða alvarlega veikir en það þarf að fylgjast með öllum sem veikjast. Langflestum batnar og verða margir eru lítið veikir. Það er meiri hætta fyrir aldraða og fólk með ákveðna aðra sjúkdóma.

Gæti ég smitast af kórónuveirunni?
Þeir sem hafa verið mjög nálægt einhverjum sem er veikur vegna kórónuveirunnar, eða hafa snert smitað fólk, sofið í sama rúmi eða verið í á sama stað geta líka smitast.

Hvernig get ég forðast að smitast?
Mikilvægast er að þvo sér vel og oft um hendurnar, með vatni og sápu eða handspritti. Svo er góð regla að vera ekki nálægt þeim sem eru með kvef, eins og hnerra eða hósta. Ef þú þarft að hósta eða hnerra á að gera það í olnbogann en ekki í hendurnar eða út í loftið.

Af hverju eru sumir með grímur?
Fólk sem þarf að vinna nálægt öðrum og hitta marga í vinnunni sinni eða skóla eru stundum með grímur til að passa sig og aðra.

Veggspjöld
Hvernig vernda á nemendur í skólum og leikskólum (pdf)
Hvernig vernda á börnin sín (pdf)

 

English


Basic information about the coronavirus for children and teenagers
Note that the latest information on the webpage of the Directorate of Health and covid.is.

What is the coronavirus?
The coronavirus is a type of virus that can cause illness, especially with those who are not well or already have medical conditions.

What kind of illness does it cause?
The coronavirus can make you sick like a regular cold or the flu with symptoms like coughing, fever and bone aches. The virus can also cause serious illness like pneumonia. The illness is called COVID-19.
If someone is sick, they should contact the helpline for advice at 1700 (+354 544 4113 if calling on a foreign phone).

Is the coronavirus dangerous?
The reason that every country in the world is paying so much attention to the coronavirus now is that this is a new type of coronavirus and a many people have gotten ill. The virus has travelled from China all over the world.
The Icelandic government, doctors, police and the Red Cross are all working together to make sure that as few people as possible get sick. Very few with the virus get seriously ill, but everyone that does get sick needs to be taken care of.
Most people get better and a lot of people don’t get very ill. The illness is more severe for the elderly and for people with certain other conditions.

Could I get the coronavirus?
Anyone that has been around someone or has touched someone who is sick with the coronavirus, slept in the same bed or been in the same house, can also get sick.

What can I do so I don´t get infected?
Most important is to wash your hands well and often with soap and water or use hand sanitiser. It is also a good rule to avoid contact with sick people, like those who have a cold and are sneezing and coughing. If you need to cough or sneeze you should do it into your elbow, not into your hands or into the air.

Why are some people wearing masks?
People who work closely with others and meet many people at their jobs sometimes choose to wear masks to protect themselves and others.


Fyrst birt 28.02.2020
Síðast uppfært 21.09.2020

<< Til baka