Ábending fyrir sýnatöku og skilgreining á COVID-19 tilfelli

 

ÁBENDING FYRIR SÝNATÖKU

 • Einstaklingar sem uppfylla skilyrði fyrir mögulegt COVID-19 tilfelli (sjá skilgreiningu fyrir neðan)
 • Einstaklingar sem uppfylla öll eftirfarandi skilmerki:
  • hiti ≥ 38,5°C við skoðun 
  • beinverkir
  • hósti
  • eru ekki með faraldsfræðitengsl eins og ferðalag eða tengsl við staðfest COVID-19 tilfelli.

Vegna fjölda einstaklinga sem tilheyra ofannefndum hópi er ekki hægt að taka sýni frá öllum sem uppfylla skilmerkin. Þess vegna skal forgangsraða heilbrigðisstarfsmönnum og einstaklingum sem eru í aukinni áhættu fyrir alvarlegar sýkingar. Ítrekað skal að ákvörðun um sýnatöku er ávallt skv. mati læknis.

Vinsamlegast takið fram á beiðninni hvort það sé saga um þekkt tengsl við COVID-19 tilfelli eða utanlandsför. Auk þess eru upplýsingar um áhættuþætti fyrir alvarlegum sýkingum og ef viðkomandi er heilbrigðisstarfsmaður gagnlegar.

 

 

SKILGREINING Á COVID-19 TILFELLI

Skilgreiningin skiptist í þrennt: Mögulegt, líklegt og staðfest tilfelli. Skilgreiningin kann að breytast í samræmi við nýjar upplýsingar og breytt áhættumat. Þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast stöðugt með uppfærslu hennar.

MÖGULEGT TILFELLI
Sjúklingar með einkenni bráðrar öndunarfærasýkingar með hósta, hita, beinverki og slappleika á landssvæði þar sem COVID-19 er í mikilli útbreiðslu en er ekki með þekkt tengsl við staðfest tilfelli.

LÍKLEGT TILFELLI
Sjúklingar með einkenni bráðrar öndunarfærasýkingar með hósta, hita, beinverki og slappleika
og hefur umgengist náið staðfest COVID-19 tilfelli innan 14 daga frá upphafi einkenna.

STAÐFEST TILFELLI
Einstaklingur með staðfesta greiningu á COVID-19 frá rannsóknarstofu, óháð sjúkdómseinkennum.

 • Náin umgengni við líklegt eða staðfest tilfelli er skilgreint sem:
 • Einstaklingur sem býr á sama heimili og einstaklingur með COVID-19.
 • Einstaklingur sem er í beinni snertingu við einstakling með COVID-19 (t.d. heilsað með handabandi).
 • Einstaklingur sem er í beinni snertingu við líkamsvessa frá einstaklingi með COVID-19 án hlífðarbúnaðar (t.d. hóstað á hann, snertir notaðar bréfþurrkur/vasaklúta með berum höndum).
 • Einstaklingur sem er augliti til auglitis (
 • Heilbrigðisstarfsmaður eða einstaklingur sem hefur verið við umönnun einstaklings með COVID-19, án tilhlýðilegs hlífðarfatnaðar.
 • Einstaklingar í flugvél sem sitja í tveimur næstu sætaröðum (í allar áttir) frá einstaklingi með COVID-19, ferðafélagar, einstaklingar sem annast viðkomandi og áhafnameðlimir sem sinna þeim hluta flugvélarinnar þar sem einstaklingur með COVID-19 sat. Til greina kemur að útvíkka þessa skilgreiningu í samræmi við áhættumat.

Fyrst birt 26.02.2020
Síðast uppfært 19.03.2020

<< Til baka