Skilgreind svæði með mikla smitáhættu og reglur um sóttkví - Defined areas with risk of infection and rules regarding self quarantine

(English below)

Gildir frá og með 13. maí 2020.

Áhættusvæði: öll lönd utan Færeyja og Grænlands.

Öllum sem dvalið hafa á áhættusvæði lengur en sólarhring er skylt að fara í sóttkví þar til 14 dagar hafa liðið frá því að áhættusvæði var yfirgefið. Athugið að enn er tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum. Nánar á vef stjórnarráðsins.

Reglulega verður endurmetið hvort fleiri lönd falli ekki lengur undir áhættusvæði. Ferðamenn bera sjálfir gisti- og uppihaldskostnað meðan á sóttkví stendur enda hafi þeir komið sjálfviljugir hingað til lands þrátt fyrir kröfu stjórnvalda um sóttkví.

Sjá nánari upplýsingar um sóttkví í heimahúsi 
Reglur um landamæri verða endurmetnar fyrir 15. júní.

Undanþágur:
Undanþegnar þessari reglu eru áhafnir flugvéla og flutningaskipa sem fylgt hafa sérstökum varúðarráðstöfunum í vinnuferð.

Takmarkaðar undanþágur s.s. útvíkkun sóttkvíar til vinnustaðar eru veittar af sóttvarnalækni eftir umsókn.

Ferðalög
Íbúum Íslands er ráðið frá ferðalögum á áhættusvæði og þeim sem eru á ferðalagi erlendis er ráðlagt að íhuga hvort ástæða sé til að flýta heimför.


Defined areas with high risk of infection and rules regarding self quarantine

As of May 13, 2020

Risk areas: all countries and territories except the Faroe Islands Greenland and Greenland.

All travellers who enter the country after staying in high risk areas for 24 hours or longer, must go into quarantine until 14 days after exiting risk area regardless of purpose of travel to Iceland. More info.

Risk areas will be redefined as indicated.

Tourists will have to bear the cost of their stay during quarantine as they enter the country aware of these rules.

See further instructions on home-based quarantine

Travel restrictions and border measures will be reevaluated before June 15.

Exemptions:

 • Excluded from this rule are crews of airlines and freight ships who observe specific precautions while travelling for work.
 • Modifications of quarantine procedures for certain tasks or projects can be approved by the chief epidemiologist upon application.

Travel advice:

The Chief Epidemiologist advises against unnecessary trips to risk areas and encourages residents of Iceland who are now travelling to consider returning home. 

Þróun á skilgreindum áhættusvæðum

 • Frá og með 24. apríl 2020: Öllum sem koma til landsins er skylt að fara í sóttkví í 14 daga frá komu. Samhliða verður tekið upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum. Krafa um sóttkví á við um komu fólks frá löndum sem sóttvarnalæknir skilgreinir sem há-áhættusvæði en sem stendur á það við um öll lönd. Nánar á vef heilbrigðisráðuneytisins.
 • Öll lönd og svæði heims: frá og með 19. mars 2020
 • Frakkland: frá og með 14. mars 2020
 • Spánn (þar á meðal Kanaríeyjar og Tenerife):  frá og með 14. mars 2020
 • Þýskaland: frá og með 12. mars 2020
 • Skíðasvæðið Ischgl í Austurríkifrá og með 29. febrúar 2020
 • Kína
 • Ítalía:  frá og með 29. febrúar 2020
 • Suður-Kórea
 • Íran
 • Skíðasvæði í Ölpunum:  frá og með 29. febrúar 2020

Prior defined areas with high risk of infection

 • From Friday April 24, 2020, all travellers to Iceland.
 • France as of March 14, 2020.
 • Spain (Canary Islands and Tenerife included) as of March 14, 2020.
 • Germany as of March 12, 2020.
 • China
 • Italy as of Saturday 29 February
 • South-Korea
 • Iran
 • Ski resorts in the Alps as of Saturday 29 February.

Fyrst birt 25.02.2020
Síðast uppfært 14.05.2020

<< Til baka