Ráðleggingar til þeirra sem ferðast erlendis
[Enska - pólska - spænska - litháíska]
Heimsfaraldur COVID-19 af völdum kórónuveirunnar SARS-CoV-2 er enn í gangi. Þeir sem ferðast erlendis ættu að sýna varúð: Viðhafa fjarlægð við ótengda einstaklinga, forðast fjölmenni eins og kostur er en annars nota andlitsgrímur, gæta að handhreinsun; sjá nánar hér að neðan.
Ísland fylgir reglugerðum á ESB/Schengen-svæði. Sjá hér.
Ferðamenn ættu að kynna sér vel þær reglur sem gilda í því landi sem þeir ferðast til, bæði á landamærum og innanlands. Sjá t.d. ferðaráð á vef utanríkisráðuneytis.
Ef þú færð einkenni á ferðalaginu eða við heimkomuna, sem gætu verið vegna COVID-19, eins og hita, hósta, andþyngsli, kvefeinkenni, hálssærindi, höfuverk, kviðverki, niðurgang eða uppköst, skaltu undirgangast COVID-19 próf sem fyrst, annað hvort hraðpróf eða PCR. Ef sjúkdómurinn greinist (prófið er jákvætt) þá þarftu að fylgja þeim reglum sem gilda í landinu sem þú ert staddur/stödd í.
Almennar leiðbeiningar fyrir ferðamenn að:
- Fylgja reglum í viðkomandi landi.
- Forðast nánd við einstaklinga með kvefeinkenni/hósta eða önnur veikindi.
- Halda a.m.k. 1 metra fjarlægð frá ótengdum aðilum ef hægt er.
- Nota andlitsgrímur þar sem það á við.
- Sinna handhreinsun. Ekki snerta munn, nef eða augu með óþvegnum höndum.
- Nota pappír fyrir vit við hnerra og hósta. Henda pappír eftir notkun og hreinsa hendur. Annars hnerra og hósta í olnbogabót.
- Undirgangast COVID-19 próf ef einkenna sjúkdóms verður vart og halda sig til hlés ef sjúkdómur greinist (próf er jákvætt).
Upplýsingar um COVID-19 á Íslandi má finna á covid.is
Fyrst birt 24.02.2020
Síðast uppfært 03.03.2022