Ráðleggingar til ferðamanna

Sóttvarnalæknir mælir með að Íslendingar og erlendir ríkisborgarar sem eru búsettir á Íslandi sleppi öllum ferðalögum meðan heimsfaraldur gengur yfir.

Einstaklingar, með búsetu á Íslandi eða Íslendingar búsettir erlendis sem hingað koma meðan á heimsfaraldri stendur, skulu halda sig heima í 14 daga eftir að þeir koma til Íslands, sjá leiðbeiningar til einstaklinga í sóttkví. Ef þeir fá einkenni frá öndunarfærum, sérstaklega með hita, skulu þeir hafa samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslu símleiðis en ekki mæta óboðaðir á sjúklingamóttökur.

Sóttvarnalæknir hvetur einstaklinga á ferðalögum erlendis að:

  • Huga að því hvort rétt sé að flýta heimför.
  • Fylgjast vel með ferðatakmörkunum og fjöldasamkomutakmörkunum á þeim svæðum og aðlaga ferðaáætlanir eins og þurfa þykir.
  • Gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti með sápu og vatni.
  • Handspritt má nota ef ekki er hægt að þvo hendur. Þó skyldi alltaf þvo hendur með sápu og vatni ef þær eru sýnilega óhreinar.
  • Forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni/hósta.
  • Ekki snerta munn, nef eða augu með óþvegnum höndum. Hreinsið hendur aftur eftir að hafa snert andlitið.
  • Nota pappír fyrir vit við hnerra og hósta og þvo hendur reglulega. Henda skal pappír eftir notkun.

 


Fyrst birt 24.02.2020
Síðast uppfært 21.03.2020

<< Til baka