Bólusetning við hlaupabólu

Sjá stærri mynd

Almenn bólusetning við hlaupabólu hefst í byrjun árs 2020. Öll börn hér á landi sem fædd eru 1. janúar 2019 eða síðar fá tvo skammta á öðru æviári (við 12 og 18 mánaða skoðanir) endurgjaldslaust.

Nánari upplýsingar um sjúkdóminn og bólusetninguna er að finna í ítarefni hér á síðunni.

Hlaupabóla orsakast af varicella zoster (herpes zoster) veiru sem er skyld herpes simplex (frunsu) veirunni. Yfirleitt er um vægan sjúkdóm að ræða en í einstaka tilfellum getur hlaupabóla orðið að alvarlegum sjúkdómi. 

 


Fyrst birt 17.12.2019

<< Til baka