Forvarnardagurinn í grunnskólum

Sjá stærri mynd

Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands og er í samvinnu við ýmsa aðila sem koma, með einum eða öðrum hætti, að málum unglinga. Dagskrá fer fram í 9. bekkjum grunnskóla um land allt þar sem nemendur eru beðnir um að taka virkan þátt í umræðum um forvarnir.

Dagskráin hefst með stuttri kynningu á starfsemi íþrótta- og æskulýðsfélaga í  nágrenninu og ratleik á netinu sem er eingöngu ætlaður 9. bekk í tilefni af Forvarnardeginum. Því næst verður nemendum skipt í vinnuhópa þar sem þeir eru beðnir um að ræða þessi málefni.

Hópstjórar munu stýra umræðunum, taka niður punkta og skila niðurstöðunum á heimasíðu verkefnisins, www.forvarnardagur.is Því næst er sýnt myndband um þau atriði sem mikilvægt er að hafa í huga til að forðast fíkniefni.

Um leið og við þökkum kærlega fyrir þátttökuna hvetjum við nemendur endilega til að nýta þetta tækifæri til að láta ljós sitt skína og segja skoðun sína.

Vonandi verður dagurinn öllum ánægjulegur og áhugaverður!

Mynd tekin við verðlaunaafhendingu forvarnardagsins 2018

 

Skjöl sem tengjast forvarnardeginum

Forvarnadagurinn - bréf til nemenda

Forvarnardagur - Hvert ár skiptir máli - Eyðublað

Forvarnardagur - Samvera - Eyðublað

Forvarnardagur - Þátttaka - Eyðublað

Ratleikur-Forvarnardagurinn.

Grunnskólar - Undirbúningur 2017.

Grunnskólar - Kynning - Skólastjórnendur

Grunnskólar - Verkefnisstjóri.

Forvarnardagurinn 2018 - Frétt

 

Annað áhugavert efni

Samantekt og niðurstöður úr rannsóknum um rafrettur og ungmenni 2016


Fyrst birt 16.07.2019

<< Til baka