E. coli sýkingar – Staða mála og fræðsla - / EHEC infections in Iceland June-July 2019 – information for the public

Hér verða settar inn fréttir af stöðu mála í eftirmiðdaginn alla virka daga.

Alvarlegar E. coli sýkingar hafa komið fram meðal gesta ferðaþjónustubæjarins Efstadals 2 í Bláskógabyggð undanfarið. Flestir sem greinst hafa eru börn undir 5 ára aldri og hefur hluti þeirra fengið alvarlega fylgikvilla.

Ef þú heimsóttir Efstadal 2 á tímabilinu 10. júní-4. júlí sl. og einhver í fjölskyldunni/hópnum fær niðurgang innan 10 daga eftir heimsóknina, sérstaklega ef ung börn eiga í hlut, skuluð þið hafa samband við heilsugæsluna ykkar til að fá saursýni sent í rannsókn fyrir bakteríunni sem um ræðir.

Ef einkenni hafa komið fram en eru afstaðin er ekki mælt með að sýni sé sent í rannsókn.

Ef engin einkenni koma fram er ekki mælt með að sýni sé sent í rannsókn.

Við minnum á að mikilvægt er að þvo hendur með sápu og vatni áður en matur er útbúinn eða hans neytt, eftir snertingu við dýr og sérstaklega eftir að sinna einstaklingum sem eru með niðurgang. Handspritt getur verið gagnleg viðbót en er ekki alltaf fullnægjandi vörn gegn niðurgangspestum.

Fréttir

02.08.19 Hvenær mega börn sem greinst hafa með sýkingum af völdum eiturmyndandi (STEC) E. coli fara aftur í leikskóla?

31.07.19 Engin tilfelli af STEC E. coli hafa greinst sl. 12 daga

26.07.19 Engin tilfelli af E. coli greinst síðan 19. júlí

24.07.19 Engin ný tilfelli af E. coli í dag

23.07.19 Engin tilfelli af E. coli greindust - smitleiðir rannsakaðar áfram

22.07.19 Engin ný tilfelli af E. coli í dag

19.07.19 Grunsamlegt tilfelli af E. coli greindist í dag

19.07.19 Auknar kröfur um úrbætur vegna E. coli í Efstadal II

17.07.19 Fjórtán sýni rannsökuð í tengslum við E. coli

16.07.19 Ekkert nýtt E. coli tilfelli í dag

15.07.19 Staðfest E. coli sýking hjá tveimur börnum í dag

12.07.19 Eitt barn greindist í dag með E. coli sýkingu

11.07.19 Fjögur börn greindust í dag með E. coli sýkingu

10.07.19 Árétting vegna fréttaflutnings af smiti og smitleiðum E. coli sýkinga í Efstadal 2

09.07.19 Fleiri einstaklingar greinast með sýkingu af völdum E. coli bakteríu

04.07.19 Hrina alvarlegra sýkinga hjá börnum af völdum E. coli baktería

Fræðsla - Um E. coli bakteríur

Um Enterohemoragísk E. coli

 

English


EHEC infections in Iceland June-July 2019 – information for the public

A cluster of infections due to verotoxin producing E. coli (a.k.a. EHEC, STEC or VTEC) of the O026:H11 type has been linked to the tourist attraction Efstidalur II farm in Blaskogabyggd in the south of Iceland.

If you visited the farm between June 10th and July 4th 2019 and if you or any member of your group/family develop diarrhoea within 10 days of visiting the farm, especially young children, you should contact a doctor to arrange for diarrhoea stool to be tested for this bacterium which can cause serious illness on occasion.

If symptoms have already passed without significant illness, no testing is recommended.

If no symptoms develop, no testing is recommended.

After contact with animals, before eating or preparing food and especially after caring for individuals with diarrhoea, hand-washing with soap and water is strongly recommended. Alcohol-based hand-sanitizer is an optional addition but may not be sufficient on its own against many causes of diarrhoea.

About E. coli infections 

About E. coli infections from the WHO

Further information can be requested from svl@landlaeknir.is


Fyrst birt 11.07.2019

<< Til baka