Stýrinefnd rafrænnar sjúkraskrár

Að beiðni landlæknis skipar velferðarráðuneytið stýrinefnd rafrænnar sjúkraskrár samkvæmt tilnefningum frá aðilum í heilbrigðisþjónustu.

Eftirfarandi stofnanir og samtök eiga fulltrúa í stýrinefndinni; Landspítali háskólasjúkrahús, Sjúkrahús Akureyrar, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, framkvæmdastjórn heilbrigðisstofnana af landsbyggðinni og samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Stýrinefndin mun vinna með Embætti landlæknis að uppbyggingu, þróun og samhæfingu rafrænnar sjúkraskrár. Stýrinefndin samþykkir starfsáætlun rafrænnar sjúkraskrár og fylgist með framkvæmd hennar. Landlæknir er formaður stýrinefndar, en einnig situr teymisstjóri rafrænnar sjúkraskrár í stýrinefndinni.

Stýrinefndin er þannig skipuð:

Alma Dagbjört Möller, landlæknir og formaður stýrinefndar

Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri, án tilnefningar, Embætti landlæknis

Anna Birna Jensdóttir, tiln. af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu

Herdís Gunnarsdóttir, tiln. af Landssamtökum heilbrigðisstofnana

Óskar Reykdalsson, tiln. af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Páll Matthíasson, tiln. af Landspítala

Sigurður Einar Sigurðsson, tiln. af Sjúkrahúsinu á Akureyri.


Fyrst birt 20.02.2019

<< Til baka