Örugg saman

Mikilvægt er að hefja forvarnir snemma og leiðbeina ungu fólki um heilbrigð samskipti og mörk í nánum samböndum, Embætti landlæknis hefur í því skyni gefið út námsefni um andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi í samböndum unglinga sem ætlað er til kennslu í 9 eða 10 bekk grunnskóla. 

Gagnvirk kennsla af þessu tagi fyrir unglinga er ein þeirra leiða sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnun mælir með sem forvörn gegn ofbeldi.

Námsefnið, sem ber heitið Örugg saman, byggir á gagnreyndum aðferðum og býðst skólum að kostnaðarlausu. Námsefnið hefur verið tilraunakennt í skólum og félagsmiðstöðvum hér á landi og verið vel tekið bæði af nemendum og kennurum. 

Vonast er til að þetta námsefni verði tekið til kennslu í sem flestum grunnskólum á landinu. Er þetta fyrsta heildstæða námsefnið af þessu tagi á Íslandi og kærkomin viðbót við þau mikilvægu verkefni sem unnin hafa verið í tengslum við ofbeldi á undanförnum árum, bæði af opinberum aðilum og félagasamtökum.

Örugg saman - Kennarahefti Örugg saman - Nemendahefti

 Fyrirspurnir um námsefnið má senda á hgs@landlaeknir.is


Fyrst birt 18.10.2018

<< Til baka