Aðgangur að eigin persónuupplýsingum hjá Embætti landlæknis

Samkvæmt nýrri persónuverndarlöggjöf, sem tók gildi á Íslandi 15. júlí 2018, átt þú rétt á að fá upplýsingar um þær persónuupplýsingar sem um þig finnast hjá Embætti landlæknis sem og það hvernig verið er að nota þær.

Til þess að nálgast eigin persónuupplýsingar, þá þarf að fylla út eyðublaðið Beiðni um aðgang að eigin persónuupplýsingum og koma með það til Embætti landlæknis, á Barónsstíg 47, 101 Reykjavík. 

Á eyðublaðinu þurfa að koma fram eftirtalin atriði um þig:

  • Fullt nafn
  • Kennitala
  • Lögheimili
  • Sími
  • Tölvupóstfang
  • Upplýsingar sem óskað er eftir.

Ekki verður tekið við beiðnum um aðgang að eigin persónuupplýsingum í bréfapósti, í tölvupósti né í gegnum síma.

Viðkomandi þarf að framvísa persónuskilríki sem gefið er út af opinberum aðilum þegar beiðnin er lögð inn til Embættis landlæknis.

Í framhaldinu verður haft samband við þig varðandi frekara fyrirkomulag á miðlun upplýsinganna til þín. Leitast er við að afhenda gögn innan 30 daga frá móttöku beiðninnar.

Þessar ráðstafanir eru nauðsynlegar þar sem Embætti landlæknis vinnur með viðkvæmar persónuupplýsingar sem tryggja verður að aðeins séu afhentar þeim sem þær varða.

Unnið er að því að útbúa rafræna lausn þar sem einstaklingar geta auðkennt sig á fullnægjandi hátt með notkun rafrænna skilríkja.

Frekari upplýsingar veitir persónuverndarfulltrúi, í síma 510-1900.


Fyrst birt 13.07.2018

<< Til baka