Hærri álögur á óhollustu og lægri á hollar vörur eins og grænmeti og ávexti

Sjá stærri mynd

Embætti landlæknis hefur lagt til að stjórnvöld hækki álögur á gosdrykki þannig að þeir séu að minnsta kosti skattlagðir í samræmi við almenna skattheimtu í landinu, þ.e. beri 24% virðisaukaskatt í stað 11%. Jafnframt að leggja ætti vörugjöld á gosdrykki þannig að hækkunin nemi aða minnsta kosti 20% í heildina. Fjármuni sem koma inn mætti nýta til að lækka álögur á grænmeti og ávexti. Einnig ætti að eyrnamerkja hluta af álögunum fyrir starf á sviði heilsueflingar eins og gert er með gjöld á tóbak og áfengi. Þannig gætu stjórnvöld skapað aðstæður sem hvetja til heilbrigðari lifnaðarhátta og aukið jöfnuð til heilsu.

Þetta er í samræmi við niðurstöður skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) frá 2016 en þar kemur fram að það sé vaxandi vísindalegur grunnur fyrir því að vel skipulagðir skattar á matvæli, ásamt fleiri aðgerðum, geti verið áhrifarík leið til að bæta neysluvenjur. Mestur ávinningur sé af skatti á sykraða drykki og hann þurfi að vera áþreifanlegur og hækka verð um að minnsta kosti 20% sem geti minnkað neyslu um 20%. Jafnframt kemur fram að 10-30% lækkun á álögum á hollum vörum eins og ávöxtum og grænmeti geti verið áhrifarík leið til að auka neyslu á þessum hollu fæðutegundum.

Sjá nánar um rök fyrir skattlagningu gosdrykkja og reynslu annarra þjóða af sykurskatti í tengdu efni og ítarefni hér á síðunni:

Tengt efni:

Ítarefni:


Fyrst birt 02.05.2019

<< Til baka