Ráðstefnur og málþing - Heilsueflandi leikskóli

Sjá stærri mynd

Ráðstefnan Jákvæð menntun í heilsueflandi skólastarfi, 31. ágúst 2018

Haldin var sameiginleg ráðstefna fyrir öll skólastigin þar sem erlendir og innlendir fyrirlesarar voru með erindi og vinnustofur. Dagskráin fyrir hádegi var tekin upp og er hér hlekkur í hana. 

 

Málþing Heilsueflandi leikskóla, 22. nóvember 2017 

Á málþinginu var lögð áhersla á að kynna efni sem Embætti landlæknis býður leikskólum og styður þá í að vinna að þeim þætti aðalnámskrár sem snýr að heilbrigði og velferð. 

Upptökur frá málþinginu eru hér 

Málþing Heilsueflandi leikskóla 11. janúar 2017 

Kynning á Heilsueflandi leikskóla og erindi frá aðilum sem starfa í eða að málefnum leikskólans og má þar meðal annars nefna hreyfispjöld og núvitund í leikskóla.

Vinnustofur í landshlutum veturinn 2016/2017

Upplýsingar um vinnustofur Heilsueflandi samfélags sem fóru fram í öllum landshlutum veturinn 2016/2017. Þ.a.m. fjallað um heilsueflingu starfsfólks í leikskólum. 


Fyrst birt 04.04.2017

<< Til baka