Lífsýnasöfn
Samkvæmt lögum um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga, nr. 110/2000 er stofnun og starfræksla lífsýnasafns háð leyfi heilbrigðisráðherra. Áður en slíkt leyfi er veitt þarf að leita umsagnar landlæknis, vísindasiðanefndar og Persónuverndar.
Í 14. grein reglugerðar um vörslu og nýtingu lífsýna í lífsýnasöfnum, nr. 1146/2010, er þess jafnframt getið að landlæknir skuli halda skrá yfir þau lífsýnasöfn sem fengið hafa leyfi heilbrigðisráðherra til starfrækslu og að sú skrá skuli vera aðgengileg almenningi á vef Embættis landlæknis.
Lífsýnasöfn sem fengið hafa starfsleyfi heilbrigðisráðherra:
Lífsýnasafn LLSV - Lífsýnasafn Landspítala á sýkla- og veirufræðideild |
Lífsýnsafn Frumurannsóknastofu Krabbameinsfélagsins hefur verið sameinað Lífsýnasafni meinafræðideildar Landspítala, samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra frá því í desember 2021. |
Lífsýnasafn Íslenskrar erfðagreiningar |
Lífsýnasafn Urðar, Verðandi, Skuldar hefur verið sameinað Lífsýnasafni Íslenskrar erfðagreiningar. |
Lífsýnasafn Vefjarannsóknarstofunnar (LVÁ) (PDF) |
Lífsýnasafn Arctic Therapautics ehf (PDF) |
Vakin er athygli á að fólk á rétt á að fara fram á að lífsýni úr því, sem hafa verið tekin vegna þjónusturannsókna, séu ekki nýtt til vísindarannsókna síðar eða varðveitt í lifsýnasafni i því skyni. Nánari upplýsingar má finna á síðunni Lífsýni.
Fyrst birt 28.08.2020
Síðast uppfært 09.08.2022