Gæðavísar á hjúkrunarheimilum

Sjá stærri mynd

Dæmi um gæðavísa á hjúkrunarheimilum

  • RAI gæðavísar eru notaðir til að fylgjast með og þróa gæði í umönnun á hjúkrunar-heimilum. Dæmi um RAI-gæðavísa eru: Algengi byltna, þunglyndiseinkenna, þvagfærasýkinga, þyngdartaps, daglegra líkamsfjötra/öryggisútbúnaðar, lítillar eða engrar virkni og þrýstingssára.
     
  • Stöðluð gæðaviðmið eru til fyrir einstaka gæðavísa sem taka mið af aðstæðum á Íslandi og byggja á vísindalegri þekkingu. Embætti land¬læknis hefur beint þeim tilmælum til stjórnenda hjúkrunarheimilanna að þau nýti sér þessi viðmið til að fylgjast með gæðum þjónustunnar og grípa til umbóta á grunni þeirra. Sjá nánar: RAI-gæðavísar. 
     
  • Lyfjagæðavísar eru fyrir hendi á hjúkrunar¬heimilum og nýtast til innra og ytra eftirlits og umbótastarfs. Lyfjagæðavísar snúa að öryggi lyfjameðferðar, gagnsemi lyfja, heildarnotkun ákveðinna lyfja og hagkvæmni meðferðar. Sjá nánar: Lyfjagæðavísar

Fyrst birt 10.11.2016

<< Til baka