Vinnustofur með Goof Buijs um heilsueflingarstarf í skólum

 Andlitsmynd af Goof Buijs, framkvæmdastjóraVinnustofur með Goof Buijs, framkvæmdarstjóra Shools for Health in Europe (SHE network) voru haldnar 12. og 13. nóvember 2015. Reykjavíkurborg, í samstarfi við Embætti landlæknis, stóð fyrir vinnustofunum, en verkefnið hlaut styrk úr Lýðheilsusjóði.

Vinnustofurnar voru fyrir valda fulltrúa í leik- og grunnskólum og frístundastarfi borgarinnar, auk fulltrúa frá þjónustumiðstöðvunum. Þessar vinnustofurnar voru hluti af verkefni Reykjavíkurborgar til að hvetja skóla og frístundaheimili til að innleiða markvisst heilsueflingarstarf.

Embætti landlæknis hefur gefið út efni til að styðja skóla í að vinna markvisst heilsueflingarstarf og er það byggt á því sem SHE hefur gefið út. Þetta efni er uppistaðan í þeirri nálgun sem Heilsueflandi skólar bjóða upp á og unnið er eftir og sjá má nánar á vefsíðum um Heilsueflandi grunnskóla á þessum vef.

Reykjavíkurborg lét taka upp fyrirlestur Goof sem hann hélt áður en vinnustofurnar hófust og er hægt að skoða myndbandið hér https://vimeo.com/147848103.


Fyrst birt 03.03.2016

<< Til baka