Þjónustustefna Embættis landlæknis

Þjónustustefna embættis landlæknis var samþykkt 6. október 2015.


Hlutverk embættis landlæknis er meðal annars að veita ráðherra heilbrigðismála og öðrum stjórnvöldum, fagfólki og almenningi ráðgjöf og fræðslu um málefni á verksviði embættisins.

 • Komið er fram við þá sem til embættisins leita af virðingu, fagmennsku og heiðarleika.
   
 • Áhersla er lögð á faglegar og greinargóðar upplýsingar þar sem trúnaðar er gætt í hvívetna.
   
 • Afgreiðslan beinir símtölum og fyrirspurnum til viðeigandi starfsmanns sem leysir úr erindinu eða kemur því í réttan farveg.
   
 • Vefur embættisins er áreiðanlegur og notendavænn.
   
 • Erindum sem embættinu berast er svarað í samræmi við góða stjórnsýslu, þ.e. innan tveggja vikna.
   
 • Tölvupósti er svarað eins fljótt og kostur er.
   
 • Gildi embættisins: Ábyrgð – Virðing – Traust eru höfð að leiðarljósi í allri starfsseminni.
   
 • Könnun á gæðum þjónustu verður framkvæmd reglulega.

Fyrst birt 01.10.2015
Síðast uppfært 05.10.2016

<< Til baka