Alvarlegar afleiðingar og dánartíðni sjúkdóma sem bólusett er gegn.

 

 

Sjúkdómur

Alvarlegar afleiðingar

Dánartíðni

Barnaveiki (Diphtheria) Lokun öndunarvegar. Eitur bakteríunnar hefur skaðleg áhrif á hjartavöðva, nýru og taugakerfi. Allt að 10% þeirra sem sýkjast.
Haemofilus influenzae af gerð b (Hib) Barkaloksbólga, blóðsýkingar, heilahimnubólga, lungnabólga og beinsýkingar. Allt að 10‒20% þeirra sem fá heilahimnubólgu fá heilaskaða og/eða heyrnartap. Allt að 10% þeirra sem sýkjast.
Hettusótt (mumps) Heilabólga, heyrnaskerðing, bólga í brjóstum, briskirtli, eggjastokkum eða eistum (bólga í kynkirtlum eftir kynþroska getur valdið ófrjósemi). Hettusótt veldur sjaldan dauða.
Hlaupabóla* (varicella) Heilabólga, blæðandi lungnabólga, bakteríusýkingar í kjölfarið. Ristill síðar á ævi sem getur valdið langvarandi verkjum eða blindu. Sjaldgæft, um 1/100.000 sýkingum.
HPV (Human Papilloma Virus) Árlega fá um 1700 konur forstigsbreytingar í leghálsi. 14‒17 konur fá leghálskrabbamein. Önnur krabbamein tengd HPV eru sjaldgæfari en tíðni er ekki þekkt á Íslandi. Um þrjár konur látast árlega á Íslandi af völdum leghálskrabbameins. Dánartíðni vegna annarra HPV tengdra krabbameina hérlendis er óþekkt.
Inflúensa (influenza) Lungnabólga, heilabólga, bakteríusýkingar í kjölfarið. Fer eftir aldri o.fl. Um 2-7/100.000 þýðis á ári.
Kikhósti (pertussis) Langvarandi og þrálátur hósti. Börn yngri en 6−12 mán.: Öndunarstopp (67%), lungnabólga (23%), krampar (1‒2%), heilaskaði (0,5%). Allt að 5% hjá börnum yngri en 6 mán.
Meningókokkar C Blóðsýking og/eða heilahimnubólga. Allt að 20% þeirra sem fá heilahimnubólgu fá heilaskaða. Allt að 15% dánartíðni.
Mislingar (morbilli, measles) Allt að 1% þeirra sem sýkjast fá alvarlega heilabólgu eða lungnabólgu. Aukin hætta er á alvarlegum bakteríusýkingum í kjölfarið á mislingum, mögulega í 3 mánuði eða lengur. Um 0,1‒0,2% dánartíðni hjá börnum, mögulega hærra hjá eldri einstaklingum.
Mænusótt (polio) Um 0,5% fær viðvarandi vöðvalömun, lömun á þvagblöðru og/eða erfiðleika við öndun og kyngingu.  Allt að 10% þeirra sem fá lömun deyja.
Pneumókokkar (Strep. pneumoniae) Heilahimnubólga, blóðsýkingar og lungnabólga. Um 10‒20% þeirra sem fá heilahimnubólgu fá alvarlegan heilaskaða. Um 10‒60% þeirra sem eru með blóðsýkingu með eða án heilahimnubólgu deyja.
Rauðir hundar (rubella) Getur valdið liðbólgum og heilabólgu. Veikist kona á fyrstu mánuðum meðgöngu eru allt að 85% líkur á fósturskaða s.s. heyrnaskerðingu, blindu, vansköpun, hjartagalla, vaxtarskerðingu og jafnvel fósturláti. Rauðir hundar valda fósturlátum og stuðla að nýburadauða vegna fósturskaða en sjaldan öðrum dauðsföllum.
Stífkrampi (tetanus) Eitur bakteríunnar veldur vöðvakrömpum, hjarta- og lungnabilun. Um 50% dánartíðni.

*Almenn bólusetning barna við hlaupabólu hefst 2020, með fæðingarárgangi 2019

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimildir:

  1. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO)
  2. Evrópska Sóttvarnastofnunin (ECDC)
  3. Ameríska Sóttvarnastofnunin (CDC)

 

Með því að smella á tenglana hér að neðan má finna frekari upplýsingar um sjúkdómana:

Sóttvarnalæknir


Fyrst birt 26.02.2015
Síðast uppfært 31.10.2019

<< Til baka