Lyfjagjöf á sjúkrahúsi

Sjá stærri mynd
  1. Gakktu úr skugga um að heilbrigðisstarfsfólk viti hver þú ert – skoði til dæmis  auðkennisarmband þitt eða spyrji þig að nafni – áður en það gefur þér lyf.

  2. Vertu ekki hrædd(ur) við að láta heilbrigðisstarfsfólk vita ef þú ert ekki viss um að verið sé að gefa þér rétt lyf.

  3. Kynntu þér á hvaða tíma þú átt að fá lyfin þín. Láttu í þér heyra ef þú færð þau ekki á réttum tíma.

  4. Láttu heilbrigðisstarfsfólk vita ef þú finnur fyrir vanlíðan eftir lyfjagjöf. Óskaðu strax eftir aðstoð ef þú telur að aukaverkanir eða ofnæmi vegna lyfja séu að koma fram.

  5. Ef þú færð lyf í æð (innrennslislyf), kynntu þér þá hvaða lyf það er. Kynntu þér einnig hversu langan tíma lyfjagjöfin á að taka og láttu vita ef lyfið rennur of hratt eða of hægt inn.

  6. Vertu með lista yfir öll lyf sem þú tekur og sannreyndu að þú fáir þau öll.

  7. Ef þú ert ekki fær um að fylgjast með lyfjagjöf fáðu þá aðstandendur í lið með þér.

 

(Ofangreind heilræði eru byggð á bæklingnum Help avoid mistakes with your medicines sem gefinn er út af The Joint Commission, bandarískri stofnun sem veitir gæðavottanir á sviði heilbrigðisþjónustu.)


Fyrst birt 21.02.2014
Síðast uppfært 01.12.2016

<< Til baka