Fagráð um rafræna sjúkraskrá
Fagráð um rafræna sjúkraskrá
Hlutverk fagráðs er m.a. að skilgreina og forgangsraða mikilvægum verkefnum sem tengjast rafrænni sjúkraskrá og rafrænum sendingum heilbrigðisupplýsinga.
Fagráð er skipað tilnefndum sérfróðum aðilum og fulltrúum stofnana og félagasamtaka á viðkomandi sviði í samræmi við 4. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007.
Í fagráði sitja 12 fulltrúar og tíu varamenn. Ráðið var skipað fyrst árið 2012 og í því sitja fulltrúar frá Landspítala, Landssambandi heilbrigðisstofnana, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Samtökum fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu, Læknafélagi Íslands, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Sjúkratryggingum Íslands og þrír aðilar eru starfsmenn Embættis landlæknis.
Ráðið er þannig skipað:
Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri Miðstöðvar rafrænnar sjúkraskrár, f.h. Embættis landlæknis
Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnisstjóri Miðstöðvar rafrænnar sjúkraskrár, f.h. Embættis landlæknis
Jón Hilmar Friðriksson, læknir og framkvæmdastjóri, f.h.Landsambands heilbrigðisstofnana
Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f.h. Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu
Til vara: María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna.
Kristján Guðmundsson sérfræðilæknir, f.h. Samtaka heilbrigðisfyrirtækja
Til vara: Stefán E. Matthíasson sérfræðilæknir
Óskar Einarsson sérfræðilæknir, f.h. Landspítala
Til vara: Herdís Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur
Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, f.h. Sjúkrahússins á Akureyri (FSA)
Til vara: Gróa B. Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs
Lilja Björk Kristinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f.h.Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Sigurður Páll Pálsson geðlæknir, f.h. Læknafélags Íslands
Til vara: Björg Þ. Magnúsdóttir heimilislæknir
Ásta Thoroddsen, hjúkrunarfræðingur og dósent, f.h. Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Til vara: Jónína Sigurgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur
Reynir Jónsson, tryggingayfirtannlækni, f.h. Sjúkratrygginga Íslands
Jórlaug Heimisdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri, f.h. Embættis landlæknis
Verkefnahópar verða skipaðir viðeigandi fagaðilum hvenær sem þörf er á. Hlutverk verkefnahópa er m.a. þarfagreining og eftirfylgni með verkefnum sem tengjast rafrænni sjúkraskrá og rafrænum sendingum heilbrigðisupplýsinga.
Fyrst birt 31.07.2013
Síðast uppfært 06.11.2017