Nýjar norrænar ráðleggingar um næringarefni, NNR5, til umsagnar

Sérfræðingum og öðrum áhugasömum gefst nú færi á gera athugasemdir við annan hluta tillagna að 5. útgáfu Norrænu ráðlegginganna um næringarefni (Nordic Nutrition Recommendations NNR5).

Annar hluti tillagnanna samanstendur af eftirfarandi köflum:

 • A-vítamín
 • Þíamín, B1
 • Ríbóflavín, B2
 • Níasín, B3
 • Pantóþensýra
 • Bíotín
 • Magnesíum
 • Zink
 • Króm
 • Molybden
 • Alkóhól
 • Hreyfing
 • Aðferðir og bakgrunnur (kafli 3)

Í tillögunum er lagt til að flestar ráðlegginganna í 4. útgáfu frá 2004 haldist óbreyttar.

Tillögurnar voru unnar af vinnuhópi á vegum Norrænu embættismannanefndarinnar um matvæli (Nordic Committee of Senior Officials for Food Issues, EK-FJLS) sem tilnefnt var í árið 2009. Aðaláhersla var lögð á þau svið þar sem ný vísindaleg þekking hefur komið fram.

Kerfisbundið yfirlit (systematic review) var gert fyrir næringarefni eða svið næringarfræðinnar í þiem tilfellum þar sem staða þekkingar var talin hafa aukist verulega á þeim tíma sem liðinn er frá síðustu útgáfu (NNR 2004). Einfaldari fræðileg endurskoðun var gerð fyrir önnur næringarefni.

Tímafrestur
Athugasemdum við vísindalega eða tæknilega þætti úr öðrum hlutanum þarf að skila fyrir 14. janúar 2013 á rafrænum eyðublöðum sem er að finna á vefnum www.nnr5.org. 

Nutrition the Nordic Way (uppfært 2017).

Hólmfríður Þorgeirsdóttir
Elva Gísladóttir
verkefnisstjórar næringar

 


Fyrst birt 13.12.2012
Síðast uppfært 03.11.2017

<< Til baka