Leiðbeiningar um notkun veirulyfja

Leiðbeiningar sóttvarnalæknis um notkun veirulyfja í heimsfaraldri

Notkun hjá veikum einstaklingum
Meðferð með veirulyfjum skal boðin þeim einstaklingum sem eru með alvarleg inflúensulík einkenni að mati læknis jafnvel þó inflúensan hafi ekki verið staðfest. Mestur árangur af meðferð næst ef hún hefst á fyrstu 48 klst. veikinda en réttlætanlegt getur verið að hefja meðferð síðar ef einkenni eru alvarleg að mati læknis. Meðferðarlengd eru fimm dagar.

  • Oseltamivír er skammtað samkvæmt meðfylgjandi töflu.
  • Zanamivír er gefið einstaklingum eldri en fimm ára eða þeim sem geta sogað lyfinu að sér samkvæmt meðfylgjandi töflu.

Mælt er með notkun oseltamivírs hjá sjúklingum sem grunaðir eru um sýkingar í öðrum líffærakerfum en öndunarvegi.
Einstaklingur á meðferð smitar minna eftir að meðferð er hafin.

Fyrirbyggjandi notkun
Ekki er mælt með fyrirbyggjandi meðferð hjá heilbrigðum einstaklingum sem komast í nána snertingu (innan við einn metra) við sjúklinga sem eru á fullri veirulyfjameðferð. Auk þess draga aðrar varnaraðgerðir eins og góður handþvottur, notkun sloppa, gríma, hanska og glerauga verulega úr líkum á smiti og minnka þannig þörfina á veirulyfjum.
Fyrirbyggjandi notkun getur komið til greina hjá einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma sem komast í snertingu við sjúkling með inflúensu. Slík meðferð byggir alltaf á mati læknis.

Leiðbeiningar um skammta veirulyfja og meðferðarlengd - tafla (PDF)


Fyrst birt 02.11.2009
Síðast uppfært 10.10.2012

<< Til baka