Tilmæli um sýnatökur

Ekki er mælst til að sýni séu tekin frá öllum sjúklingum með inflúensulík einkenni.

Mælst er til að sýni verði tekin frá:

  1. Sjúklingum með alvarleg inflúensulík einkenni, sérstaklega ef ákveðið er að hefja veirulyfjameðferð
  2. Fólki með eftirfarandi undirliggjandi sjúkdóma:
  • Króníska öndunarfærasjúkdóma sem þurfa viðvarandi lyfjameðferð eins og sterameðferð
  • Hjarta- og æðasjúkdóma sem auka hættu á hjartabilun
  • Vöðva- og taugasjúkdóma sem hafa áhrif á öndunarfæri
  • Efnaskiptasjúkdóma (alvarlega sykursýki, nýrnabilun, lifrarsjúkdóm og kortisolskort)
  • Alvarlega ónæmisbælingu

Sjá sýnatökuleiðbeiningar


Fyrst birt 14.08.2009
Síðast uppfært 10.10.2012

<< Til baka