Starfsmenn með inflúensu eða grun um smit

Starfsmenn í heilbrigðisþjónustu
Hvað skal gera við einkenni inflúensu eða grun um smit

  • Ef starfsmaður fær einkenni inflúensu á hann ekki að mæta í vinnuna. Ef einkenni inflúensu byrja í vinnunni skal starfsmaðurinn strax fara heim.
  • Starfsmenn sem hafa umgengist náið inflúensusjúkling með grunaða eða staðfesta inflúensu A(H1N1)v en eru einkennalausir mega vinna, jafnvel þó veikindin séu á heimili starfsmannsins.
  • Starfsmaðurinn skal vera vakandi fyrir inflúensulíkum einkennum hjá sjálfum sér í allt að sjö daga frá því hann var útsettur fyrir smiti.
  • Ekki er ástæða til sýnatöku frá starfsmönnum sem eru einkennalausir.
  • Starfsmenn með einkenni inflúensu geta haft samband við heilsugæslustöðina í sínu hverfi, eftir þörfum. Frekari greining og meðferð er ákveðin af heimilislækni. Við alvarleg veikindi skal hafa samband við 112.
  • Almenn meðferð er hvíld, drekka ríkulega af vökva og notkun hitalækkandi (t.d. paracetamól) eftir þörfum og í samræmi við leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Börn undir 16 ára aldri mega ekki taka aspirín.
  • Reynið að hindra smit manna á milli og fylgið ráðleggingum sóttvarnalæknis á www.influensa.is

Fyrst birt 13.08.2009
Síðast uppfært 10.10.2012

<< Til baka