Sýnatökuleiðbeiningar

Sýni og sýnataka vegna inflúensugreiningar

Best er að taka sýni sem fyrst eftir byrjun einkenna. Kjörsýni eru nefkoksstrok, hálsstrok og nefkokssog (aspirat). Stroksýnin þarf að taka á sérstaka veirusýnatökupinna (Virocult). Best er að taka bæði nefkoksstrok (fjólublár Virocult pinni) og hálsstrok (grænn Virocult pinni). Það eykur næmi greiningaraðferða. Sýnin eru meðhöndluð sem eitt sýni á veirufræðideild LSH.

  • Nefkoksstrok: Færa pinna alveg aftur í nefkokið og strjúka í nokkrar sekúndur.
  • Hálsstrok: Strjúka vandlega yfir báða hálskirtla og afturvegg koks.
  • Nefkokssog: Grönn holslanga tengd slímgildru er leidd um nasir inn í nefkok og sogað með sogtæki eða 20 ml sprautu.

 

Senda skal sýnin sem fyrst á veirufræðideild LSH. Nefkokssog (aspirat) þarf að senda kæld (á ís) en ekki stroksýnin. Geyma þarf sýnin í kæli fram að sendingu.

Rannsóknaeyðublöð og sýnatökupinna má panta símleiðis hjá veirufræðideild LSH.
Sími: 543 5900

Aðsetur og móttaka sýna:

Veirufræðideild LSH
Ármúla 1A
108 Reykjavík
Sími: 543 5900

Opnunartími: Mánudaga-föstudaga kl. 8:00-20:00
Laugardaga 8:00-16:00
Sunnudaga 12:00-16:00


Fyrst birt 10.06.2009
Síðast uppfært 10.10.2012

<< Til baka