Kennslumyndbönd, styrk- og teygjuæfingar

Sjá stærri mynd

Embætti landlæknis hefur látið gera kennslumyndbönd sem leiðbeina um rétta framkvæmd styrk- og teygjuæfinga fyrir helstu vöðvahópa líkamans. Um er að ræða 10 styrkæfingar og 10 teygjuæfingar fyrir samsvarandi vöðvahópa ásamt inngangsmyndbandi.

Þetta eru æfingar sem flestir ættu að geta gert, hvar og hvenær sem er án mikils aukabúnaðar eða kostnaðar.

Mælt er með að hver styrkjandi æfing sé gerð einu sinni 12 endurtekningar í senn til að byrja með, mest annan hvern dag. Hverri styrkjandi æfingu fylgir einnig teygjuæfing fyrir samsvarandi vöðva. Teygjuæfingarnar má gera daglega.

 

 

 

1. Inngangur fyrir æfingar

2. Axlaæfingar – Teygja fyrir framanverða axlavöðva

3. Afturtog með æfingateygju – Teygja fyrir aftanverða axlavöðva

4. Armbeygjur – Teygja fyrir brjóstvöðva

5. Tvíhöfðaæfing með æfingateygju – Teygja fyrir tvíhöfða

6. Kviðæfingar – Teygja fyrir kviðvöðva

7. Bakæfingar – Teyja fyrir vöðva í mjóbaki

8. Mjaðmaæfingar – Teygja fyrir utanverða mjaðmavöðva

9. Hnébeygja – Teygja fyrir framanverða lærvöðva

10. Framstig – Teygja fyrir framanverða lærvöðva

11. Kálfaæfingar – Teygja fyrir kálfavöðva


Fyrst birt 04.10.2012
Síðast uppfært 04.10.2012

<< Til baka