Erindi til embættisins

Öll erindi sem þarfnast formlegrar afgreiðslu hjá embættinu, s.s. kvartanir vegna heilbrigðisþjónustu, þurfa að berast bréflega (þ.e. ekki með tölvupósti) og vera undirrituð með eigin hendi. Einnig þarf að koma fram kennitala og heimilisfang bréfritara.

Bréf má afhenda annaðhvort í afgreiðslu embættisins eða senda með bréfpósti. Í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga eru öll formleg erindi afgreidd eins fljótt og unnt er.

Þegar erindi berast vegna kvartana fær sendandi bréflega staðfestingu um að erindið hafi verið móttekið. Sjá nánar á síðunni Kvartanir til landlæknis

Óformlegri fyrirspurnir og beiðnir um upplýsingar má senda í tölvupósti á netfangið mottaka@landlaeknir.is. Þeim er þá beint til viðkomandi aðila innan embættisins og svarað í tölvupósti eins fljótt og kostur er svo sem stjórnsýslulög gera ráð fyrir.


Fyrst birt 01.10.2012
Síðast uppfært 02.11.2017

<< Til baka