Teygjuhlé fyrir börn og unglinga

 Efnið hér fyrir neðan er ekki lengur aðgengilegt (2021). 

Þess í stað vísum við á efni frá CDC, Centers for Disease Control and Prevention.

Physical Activity Break guide.

 

 

 

 

Teygjuhlé fyrir börn og unglinga

Teygjuhlé fyrir börn og unglinga er tölvuforrit sem minnir fólk á að taka sér reglulega hlé frá tölvuvinnu eða annarri kyrrsetu og teygja úr sér.

Forritið byggist á vinnuvistfræði og nýtist sem forvörn gegn álagsmeiðslum í stoðkerfi. Forritið, sem er bandarískt að uppruna, var hannað af hópi sérfræðinga á heilbrigðissviði og að baki hverri teygju, sem birtist í forritinu, liggur mikil og vönduð vinna.

 

 

 Sækja forritið

 

Teygjurnar eru alls 20 og hreyfimyndir, ásamt skýringartexta, sýna hvernig gera á hverja teygju. Hvert hlé – teygjuhlé – tekur aðeins um 1-2 mínútur, eftir því hversu margar teygjur eru valdar.

Teygjurnar beinast að þeim svæðum stoðkerfisins sem eru viðkvæmust fyrir álagsmeiðslum, þar með talið hálsi, öxlum, örmum, úlnliðum, höndum, baki og fótleggjum. Í forritinu eru einnig æfingar fyrir augu.

Grunnstilling fyrir hvert teygjuhlé eru þrjár teygjuæfingar, með 30 mínútna hléi á milli. Æfingarnar eru gerðar sitjandi eða standandi.

Hægt er að velja hvaða teygjur birtast hverju sinni, í hvaða röð og hve oft hver teygja birtist. Þegar hvert teygjuhlé hefst er forritið búið að finna síðustu teygju, sem gerð var, og byrjar á þeirri næstu í röðinni. 

Hægt er byrja á Teygjuhlé hvenær sem er og er það gert með því að tvísmella á tákmynd þess. Einnig er hægt að láta teygjuhlésgluggann Tími til að teygja! hverfa af skjánum eða seinka framkvæmd æfinganna um 1 eða 5 mínútur.

Til þess að sjá hversu langt er í næsta hlé er farið með músabendilinn yfir táknmynd Teygjuhlés.

Í Ábendingaskrá eru leiðbeiningar um það hvernig vistfræðin segir að ákjósanlegt sé að setja upp vinnuaðstöðu sína, hvernig hægt sé að forðast álagsmeiðsli við tölvunotkun. 

Frekari fræðsla um vinnuvistfræði er í Áminningum sem birtast við lok hvers teygjuhlés.

Lýðheilsustöð sá um þýðingu og aðlögun á forritinu Teygjuhlé fyrir börn og unglinga (Stretch Break for Kids) árið 2006 og hefur heimild útgefanda, Para Technologies, til að nota það nú færst til Embætti landlæknis.

Þakkir:

Prófessor Karen Jacobs er iðjuþjálfi sem kennir við háskóla í Boston (Sargent College of Health and Rehabilitative Science) og hefur m.a. einnig sinnt stundakennslu við iðjuþjálfunardeild Háskólans á Akureyri. Karen er einn höfunda forritsins Teygjuhlé fyrir börn og unglinga og það er fyrir hennar tilstuðlan að Lýðheilsustöð (nú Embætti landlæknis) getur boðið öllum íslenskum börnum og unglingum afnot af íslenskri útgáfu forritsins án endurgjalds.

Dr. Arthur Saltzman er forseti Para Technologies, fyrirtækisins sem hannar og gefur út „Stretch Break for Kids“ forritið. Arthur sá um tæknilega útfærslu í tengslum við þýðingu og aðlögun forritsins.

Iðjuþjálfafélag Íslands las yfir íslenska þýðingu á faglegum hluta Teygjuhlés. Erla Björk Sveinbjörnsdóttir, Hólmdís Methúsalemsdóttir og Kristjana Ólafsdóttir leystu það verkefni fyrir hönd félagsins.


Fyrst birt 18.09.2006
Síðast uppfært 29.04.2021

<< Til baka