Vinir Zippýs - Leiðbeiningar fyrir foreldra

Námsefnið Vinir Zippýs kennir ungum börnum að takast á við erfiðleika hversdagsins. Kennarar, sem hafa hlotið sérstaka þjálfun, kenna námsefnið í skólum, en foreldrar geta gert margt til þess að styðja við bakið á börnunum og aukið áhrif námsefnisins og kennslunnar.

Námskeiðinu er skipt í sex námsþætti og er hér að finna ráð og verkefni sem tengjast hverjum þætti fyrir sig.

Lítið á eftirfarandi:

Notið þær hugmyndir sem virðast eiga best við ykkur og ykkar barn.

Í námsefninu Vinir Zippýs eru börn hvött til þess að velta fyrir sér mörgum ólíkum leiðum til þess að fást við erfiðar aðstæður og tilfinningar. Einu reglurnar eru þær að lausnin, sem barnið velur, verður annaðhvort að bæta aðstæðurnar eða líðan barnsins og hún má ekki skaða aðra.

Ábendingar

  • Haldið fjölskyldufundi um mál sem þarf að ráða fram úr. Ef erfið tilfinningamál koma upp, t.d. alvarlegt rifrildi eða dauðsfall í fjölskyldunni, er fjölskyldufundur góð leið.
  • Sum verkefnin og æfingarnar, sem hér eru kynnt, er upplagt að fást við á ferðalögum, t.d. í bíl.
  • Ræðið um tilfinningar. Spyrjið barnið um tilfinningar persóna í sögum eða í sjónvarpi. Segið barninu hvernig ykkur líður sjálfum. Spyrjið barnið hvernig því líður – og hvers vegna.
  • Þegar breytingar eru í aðsigi – nýtt heimili eða skóli, eða nýtt systkini í vændum – skuluð þið tala við barnið um breytingarnar sem það heldur að verði á högum þeirra.

Erfiðir tímar

Lífið getur stundum reynst erfitt og börn átt í erfiðleikum með að höndla vissar aðstæður sem þau standa frammi fyrir. Það sama getur átt við um fjölskyldur og kennara barnanna. Foreldrum getur reynst mjög erfitt að styðja barnið sitt þegar þeim líður illa eru yfirkomnir af sorg daprir eða reiðir t.d. við dauðsfall náins ættingja eða vinar eða standa í hjónaskilnaði.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar og úrræði sem studdar hafa verið með rannsóknum og geta reynst foreldrum gagnlegar í erfiðleikum sem stundum er erfitt að höndla.

Missir og sorg

Einelti

Skilnaður


Fyrst birt 01.08.2005
Síðast uppfært 30.10.2017

<< Til baka