Vinir Zippýs - Sagan

Sjá stærri mynd

Vinir Zippýs verkefnið var fyrst samið og gefið út af Befrienders International undir nafninu Reaching Young Europe Í upphafi var fyrst og fremst stefnt að því að kenna börnum ýmsa færni og nota við það nýjar aðferðir sem ekki höfðu verið notaðar áður.

Námsefnið var í upphafi þróað og forprófað í Danmörku á árunum 1998 til 1999. Frekari forprófun og innleiðing fór svo fram í Danmörku og Litháen árin 2000-2001. Árið 2002 tók Partnership for Children við verkefninu sem fékk þá nafnið Zippy´s Friends.

Á Íslandi var verkefnið í upphafi á vegum Lýðheilsustöðvar sem setti á stofn stýrihóp um verkefnið í byrjun árs 2005. Í fyrstu var gerður samningur um þróunarverkefni til tveggja ára, námsefnið þýtt á íslensku og þýðingin forprófuð í leikskólanum Maríuborg, Ingunnarskóla og grunnskólanum í Norðlingaholti skólaárið 2005-2006.

Samningurinn var framlengdur til fimm ára og skólaárið 2006-2007 var námsefnið kennt í 11 grunnskólum á Íslandi, í 29 skólum 2007-2008 og skólaárið 2008-2009 var námsefnið á dagskrá í 40-50 grunnskólum. 

Alls höfðu 727 kennarar frá 139 skólum/leikskólum sótt námskeið um Zippý námsefnið í febrúar 2012. Heildarfjöldi barna sem skráðir hafa verið á námskeiðum er 9845. Gera má ráð fyrir því að börnin séu umtalsvert fleiri því kennarar halda áfram að kenna námsefnið í skólunum.

Starfsmenn BUGL (Barna- og unglingageðdeildar LSH) hafa nýtt námsefnið síðan 2008 og yngstu skjólstæðingar deildarinnar njóta nú kennslu í námsefninu til að efla tilfinningaþroska þeirra og félagsfærni. Umsjón með kennslunni hafa hjúkrunarfræðingar BUGL.

Umsjón verkefnisins færðist til Embættis landlæknis árið 2011 þegar Lýðheilsustöð sameinaðist embættinu.


Fyrst birt 01.08.2005
Síðast uppfært 30.10.2017

<< Til baka