Hringja og hnoða

Einfölduð viðbrögð við hjartastoppi utan sjúkrahúss

Endurlífgunarráð, Rauði kross Íslands og Landlæknisembættið stóðu að herferð haustið 2002 til að kynna almenningi einfölduð viðbrögð við hjartastoppi utan sjúkrahúsa. Þessi einfölduðu viðbrögð felast í því að þeir sem verða vitna að hjartastoppi hjá fullorðnum gera mest gagn með því hringja samstundis í Neyðarlínuna, síma 112, og hefja síðan endurlífgun með hjartahnoði. Í ljós hefur komið í rannsóknum að slík viðbrögð skila jafn góðum og jafnvel betri árangri en endurlífgun þar sem beitt er blásturaðferð munn við munn og hjartahnoði.

Herferðinni HRINGJA OG HNOÐA var ýtt úr vör 5. september 2002 á kynningarfundi í Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Þar fluttu erindi Sigurður Guðmundsson landlæknir, Davíð O. Arnar hjartalæknir, formaður Endurlífgungarráðs, sem kynnti hinar nýju áherslur, og loks Svanhildur Þengilsdóttir, deildarstjóri hjá Rauða krossi Íslands, en hún lýsti aðkomu Rauða krossins að verkefninu.

Aðalstyrktaraðilar verkefnisins voru Síminn og Kaupþing


Fyrst birt 07.09.2002
Síðast uppfært 24.10.2017

<< Til baka