Samanburður milli stofnana

Þar sem munur milli hjúkrunar- og dvalarheimila getur verið nokkur þegar kemur að sjúkdómatíðni og ekki síst áherslum í lyfjameðferð og forvörnum er ekkert eitt viðmið sem gildir. Með því að fylgjast með þessum gæðavísum reglulega verða til viðmið sem eiga við um aðstæður á hjúkrunar- og dvalarheimilum hér á landi. Embættið getur kallað eftir upplýsingum um valda gæðavísa við eftirlit sitt.

Mjög mikilvægt er að upplýsingar frá einstökum stofnunum séu samanburðarhæfar og því er nákvæm lýsing á því hvaða ATC-númer eru notuð og hvernig þau eru notuð við að kalla fram upplýsingar um hvern gæðavísi. Þetta er t.d. mikilvægt þegar verið er að skoða notkun á heilum flokki lyfja eins og geðrofslyfjum og svefn- og róandi lyfjum.
Ítrekað skal að gerð lyfjagæðavísa er enn á frumstigi hérlendis og að viðmið sem gefin eru eða skýringar eru ekki leiðbeiningar um notkun lyfjanna né eftirlit með notkun þeirra heldur það sem sammælst hefur verið um að séu lágmarkskröfur.
Það er von embættisins að lyfjagæðavísar reynist gagnlegt hjálpartæki við innra eftirlit hjúkrunar- og dvalarheimila og notkun þeirra geti stuðlað að auknu öryggi, gæðum og hagkvæmni þjónustunnar.


Fyrst birt 02.07.2012

<< Til baka