Hagnýt atriði og dæmi

Hagnýt atriði og dæmi varðandi notkun lyfjagæðavísa

Upplýsingar frá skömmtunaraðila, t.d. úr gagnagrunni Lyfjavers eða Lyfjalausna

Auðvelt er að keyra út samtímis úr gagnagrunni lyfjaskömmtunaraðila stök lyf eða lyfjaflokka. Til dæmis má nota þetta við varasöm lyf eins og amíódarón, metótrexate, litíum og hýdroxýklórókín (Plaquenil). Ef eftirlit með þessum lyfjum er gott má líta á það sem vísbendingu um almenna lyfjagát. Þau eru í lítilli notkun (samanlagt 3–4% íbúa heimila), hafa fáar en viðurkenndar ábendingar, eru talin varasöm vegna aukaverkana og notkun þeirrra krefst reglubundins eftirlits.

Með því að kalla fram reglulega eftirfarandi ATC-númer: C01BD01, N05AN01, L04AX03 og P01BA02, má fá nafnalista og sjá hverjir nota lyfin og hvar (deild) (Sjá Mynd 1) og síðan er hægt að yfirfara sjúkraskýrslur, rannsóknarsvör og lyfjablöð og kanna hvort ábending fyrir áframhaldandi notkun sé enn til staðar og hvort eftirlit sé viðeigandi.

Sama má gera með aðra lyfjaflokka eins og þvagræsilyf, lyf sem hemja renínangíótensín- kerfið og týroxín, sem kalla á reglulegt blóðprufueftirlit (sjá mynd 2). Slíkar samantektir hafa auðveldað yfirsýn og eftirlit með ákveðnum lyfjaflokkum.

Mynd 1

Heiti Vskm Alls
Cordarone (Lyfjaver) töflur 100 mg 30 stk. HR-DVAL 1
Cordarone (Lyfjaver) töflur 100 mg 30 stk. Alls   1
Cordarone töflur 200 mg 30 stk. HH4-B 1
  HRA-3 1
  HR-DVAL 1
Cordarone töflur 200 mg 30 stk. Alls   3
Litarex forðatfl 564 mg 100 stk. HRA-4 1
  HRD-3 1
  HRF-3 1
Litarex forðatfl 564 mg 100 stk. Alls   3
Litiumsitrat Actavis töflur 500 mg 100 stk. HH4-B 1
Litiumsitrat Actavis töflur 500 mg 100 stk. Alls   1
Methotrexate Wyeth Lederle töflur 2,50 mg 30 stk. HH3-B 1
  HHDVAL 1
  HR-DVAL 2
  HRF-3 1
  HRH-1 1
  HRH-2 1
Methotrexate Wyeth Lederle töflur 2,50 mg 30 stk. Alls 7
Plaquenil töflur 200 mg 100 stk. HHDVAL 1
Plaquenil töflur 200 mg 100 stk. Alls   1
Heildarfjöldi   16

 

Mynd 2

Yfirlit yfir einstaklinga sem nota þvagræsilyf (C03) og/eða lyf sem hemja renín-angíótensín-kerfið (C09) og síðan þá sem nota Týroxín (H03AA):
Staður Deild Fjöldi á deild Fast skammtað C03 eða C09 Fast skammtað H03AA
Hrafnista Hafnarfirði HH2-B 28 18 5
Hrafnista Hafnarfirði HH3-B 29 22 6
Hrafnista Hafnarfirði HH4-B 16 5 2
Hrafnista Hafnarfirði HHDVAL 136 99 26
Hrafnista Hafnarfirði HH4-BHL 10 7 0
  Samtals 219 151 39
Hrafnista Reykjavík HRA-3 18 5 2
Hrafnista Reykjavík HRA-4 12 7 2
Hrafnista Reykjavík HRD-3 10 7 2
Hrafnista Reykjavík HRE-2 7 5 0
Hrafnista Reykjavík HRE-3 8 7 2
Hrafnista Reykjavík HRG-2 15 8 2
Hrafnista Reykjavík HRG-3 10 5 4
Hrafnista Reykjavík HRH-1 31 18 2
Hrafnista Reykjavík HRH-2 28 17 2
Hrafnista Reykjavík HR-DVAL 64 54 5
  Samtals 203 133 23
Vífilsstaðir VÍFILSST1H 12 10 2
Vífilsstaðir VÍFILSST2H 17 9 1
Vífilsstaðir VÍFILSST3H 18 12 1
  Samtals 47 31 4
    469 315 66

 

Upplýsingar frá skömmtunaraðila. Lyf skammtað fast/notkun að staðaldri
Útkeyrslur úr gagnagrunnum skömmtunaraðila eru yfirleitt í Excel-skjali og hægt að sjá lyfjanotkun eftir ATC-númeri, lyfjaheiti, deild, nafni og kennitölu sjúklings auk skömmtunarupplýsinga. Ef lyf er notað að staðaldri (skammtað fast) fær það ákveðinn kóða í og auðvelt er að finna í töflu eingöngu þá sem nota lyf að staðaldri. Í þeim tilvikum þegar upplýsingar eru fengnar beint af lyfjablöðum eða lyfjakortum er miðað við að telja aðeins þá með sem nota lyfin að staðaldri (>7 daga).

Dæmi um notkun lyfjagæðavísa
Hér á eftir eru birt með leyfi nokkur dæmi um notkun lyfjagæðavísa og niðurstöður í völdum lyfjaflokkum fyrir Hrafnistuheimilin (Hrafnista í Reykjavík/Hafnarfirði og á Vífilsstöðum), Öldrunarstofnanir á Akureyri og Höfn Hornafirði.

Á hverju ári eða á 6 mánaða fresti eru nokkur lyf eða lyfjaflokkar skoðaðir á Hrafnistuheimilunum m.t.t. öryggis og þróunar í heildarnotkun og hagkvæmni í lyfjavali samanber dæmi (mynd 3).

 

 

Mynd 3

Dæmi um notkun nokkurra lyfja á hjúkrunar- og dvalarheimilum    
Heiti ATC Hrafnista* Janúar 2010 (N=481) Hrafnista í Reykjavík Janúar 2010 (N=217) Hrafnista* Apríl 2010 (N=469) Öldrunar- stofnanir á Akureyri Janúar 2010 (N=187) Höfn Hornafirði Febrúar 2010 (N=22)
Notkun prótónpumpuhemla að staðaldri A02BA02, A02BC1-A02BC5 38% 28,6% (var 24,7% 2007)   36,4%  
% á hagstæðustu prótónpumpuhemlunum A02BA02, A02BC1-A02BC5 95,6% 100% (var 44,7% 2007)   96%  
Notkun á Kóvar B01AA03 7,6%     8,6% 4,5%
Notkun á Digoxín C01AA05 9% 7%     18,2%
Notkun á lyfjum sem hemja renín-angíótensín- kerfið C09AA, C09BA, C09CA,C09DA, C09XA. 32,4% 35,9%   22,5% 41%
Notkun á statín-lyfi C10AA01 - 07 20,2%     5,9% 18,2%
% á hagstæðasta statín- lyfi/lyfjum C10AA01 - 07 100% 100% (var 73,3% 2007)   100% 100%
Notkun á Týroxin H03AA01 14,8% 12% 14,1% 16% 18,2%
Notkun á bólgueyðandi gigtarlyfi að staðaldri** M01A..   1,8% (var 4,2% 2007)   1,6%  
Notkun á geðrofslyfi*** N05A 20,8% 21,6% 19,6% 24,6% 27,3%
Notkun á SSRI/SNRI þunglyndislyfi***. N06A.. 42% 29%   65,2% 31,8%
% á „hagstæðu“ SSRI/SNRI lyfi**** N06A.. 86,6%     86,9% 100%

 

*Hrafnista í Reykjavík, Hafnarfirði og Vífilsstöðum
**Öll bólgueyðandi gigtarlyf, þ.m.t. CoX-II lyf en ekki lágskammta asperín eða lyf til staðbundinnar notkunar notuð í meira en 7 daga samfleytt.
*** Sjá ATC flokkun í „Gæðavísum“.
****(Flúoxetín N06AB03, Sertralín N06AB06, Citalópram N06AB04, Paroxetín N06AB05 og Mirtazepín N06AX11 (flokkað með SSRI/SNRI-lyfjum ))


Fyrst birt 03.07.2012

<< Til baka