Um færni- og heilsumatsskrá

Sjá stærri mynd

Embætti landlæknis heldur utan um færni- og heilsumatsskrá sem hefur að geyma tölulegar upplýsingar um fjölda þeirra sem óskað hafa eftir færni- og heilsumati, þeirra sem eiga gilt færni- og heilsumat og fjölda þeirra sem eru í varanlegri dvöl á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Einnig endurspeglar skráin fjölda þeirra sem eru á biðlista eftir búsetu á hjúkrunar- eða dvalarheimilum.

Í notkun er upplýsingakerfi fyrir dreifða skráningu færni- og heilsumats þannig að hver skráning er í höndum færni- og heilsumatsnefnda í hverju heilbrigðisumdæmi fyrir sig.Það er gert til að bæta þjónustuna, auka öryggi upplýsinga og persónuvernd.

Embætti landlæknis hefur faglegt eftirlit með að reglum um færni- og heilsumat sé fylgt.

 


Fyrst birt 11.06.2012
Síðast uppfært 01.12.2016

<< Til baka