HIV/Alnæmi 31.12.2002

Fjöldi greindra og nýgengi sjúkdómsins
Þann 31. desember árið 2002 höfðu verið tilkynnt til sóttvarnalæknis samtals 161 tilfelli af HIV sýkingu á Íslandi. Þar af höfðu 52 sjúklingar greinst með alnæmi og 35 látist af völdum sjúkdómsins.

Á árinu 2002 greindust 5 karlmenn og 2 konur með HIV smit en enginn greindist með alnæmi og enginn lést af völdum sjúkdómsins. Nýgengi HIV smits sem farið hafði vaxandi frá árinu 1993 tók að dvína aftur frá árinu 1999. Frá árinu 1993 hefur stöðugt dregið úr nýgengi alnæmis og dánartalan hefur lækkað og frá árinu 1996 greinis alnæmi sjaldan hér á landi.

Smitleiðir og áhættuhegðun
Hlutfallsleg skipting HIV smitaðra sjúklinga eftir smitleiðum og áhættuhegðun er sýnd í töflu 2. Flestir þeirra sem greinst um þessar mundir eru gagnkynhneigðir. Þetta er gagnstætt því sem var í upphaf alnæmisfaraldursins en þá voru flestir samkynhneigðir sem talið var að hefðu smitast við kynmök.

Aldursdreifing
Aldursdreifing HIV smitaðra sjúklinga er sýnd í töflu 4. Flestir þeirra sem greinst hafa með smit eru á aldrinum 25-29 ára. Aldursdreifing þeirra sem greinst hafa með alnæmi er sýnd í töflu 5 . Flestir þeirra sem greinst hafa með alnæmi eru á aldrinum 35-39 ára.

Ályktanir
Þótt dregið hafi úr nýgengi HIV smits síðustu árin er enn of snemmt að segja til um hvort raunverulega sé að draga úr nýgengi sjúkdómsins hér á landi.

 

  • Umtalsverð breyting hefur orðið á hlutfallslegri skiptingu áhættuhópa frá því að sjúkdómsins varð fyrst vart. Samkynhneigðir karlar voru hlutfallslega flestir til ársins 1992. Eftir það hefur gagnkynhneigðum sem smitast við kynmök fjölgað hlutfallslega jafnt og þétt og eru um þessar mundir í meirihluta þeirra sem greinast með smit. Enn sem komið er hefur ekki orðið vart aukningar á smiti meðal fíkniefnaneytenda sem sprauta sig. 
  • Eftir að öflug lyfjameðferð gegn HIV sýkingu kom til sögunnar í ársbyrjun 1996 hefur dregið umtalsvert úr nýgengi alnæmis og dánartölu vegna sjúkdómsins. Enn greinast þó sjúklingar með alnæmi og enn látast sjúklingar vegna sjúkdómsins. Leggja þarf ríka áherslu á að sumir sjúklingar þola ekki lyfjameðferð og hjá nokkrum þeirra hefur veiran myndað ónæmi gegn lyfjunum. 
  • Þótt talsverðar framfarir séu í þróun nýrra lyfja sem þolast betur og veiran hefur ekki náð að verða ónæm gegn er höfuðnauðsyn að forðast smit. Lyfjameðferð er ævilöng og reynist mörgum erfið. Meðferðin er jafnframt afar dýr þjóðfélaginu. 
  • Brýn nauðsyn er því að efla forvarnir gegn HIV smiti með öllum tiltækum ráðum.


Tölur um HIV/Alæmi á Íslandi 2002
Statistics on HIV/AIDS in Iceland 2002

 

Tafla 1/Table 1
Fjöldi tilkynntra einstaklinga með HIV smit, fjöldi greindra sjúklinga með alnæmi og fjöldi sjúklinga sem látist hafa af völdum alnæmis. 31. desember 2002.
Number of reported cases with HIV infection, number of diagnosed cases with AIDS and number of patients who have died due to AIDS. December 31 2002.

Tafla 2/Table 2
Dreifing HIV smitaðra eftir smitleiðum og áhættuhegðun. 31. desember 2002.
Distribution of HIV infected cases according to transmission categories. December 31 2002.

Tafla 3/Table 3
Greining HIV smitaðra eftir árum, smitleiðum og áhættuhegðun. 31. desember 2002.
Number of HIV infected cases according to transmission categories and year of report. December 31 2002.

Tafla 4/Table 4
Fjöldi HIV smitaðra eftir aldri. 31. desember 2002.
Number of HIV infected cases according to age groups. December 31 2002.

Tafla5/Table 5
Fjöldi sjúklinga eftir aldri sem greinst hafa með alnæmi. 31. desember 2002.
Number of patients with AIDS according to age groups. December 31 2002.

 


Fyrst birt 03.03.2007

<< Til baka