Fyrirvari

Lesið þessa skilmála áður en þið skoðið vefsíður með klínískum leiðbeiningum. Heimsókn á vefsíðurnar felur í sér samþykki á eftirfarandi skilmálum:

Klínískar leiðbeiningar eru tilmæli um verklag, unnar á kerfisbundinn hátt, til stuðnings starfsfólki í heilbrigðisþjónustu og almenningi við ákvarðanatöku við tilteknar aðstæður. Stýrihópur, skipaður af landlækni, samþykkir og birtir klínískar leiðbeiningar á vefsetri Landlæknisembættisins. Vinnuhópar með sérþekkingu á viðkomandi sviði vinna að leiðbeiningunum með hliðsjón af bestu gagnreyndum upplýsingum sem völ er á. Áréttað skal að eingöngu er um leiðbeiningar að ræða og að heilbrigðisstarfsfólk getur vegna aðstæðna eða einstaklingsbundna þátta sjúklings tekið aðrar ákvarðanir en leiðbeiningarnar segja til um, enda séu þær vel rökstuddar.

Leiðbeiningarnar eru einkum ætlaðar læknum og hjúkrunarfræðingum og öðrum þeim sem koma að meðhöndlun sjúklinga, en eru einnig opnar almenningi. Leitast er við að uppfæra leiðbeiningarnar reglulega. Hafa ber í huga að niðurstöður rannsókna, sem birtast eftir að leiðbeiningarnar eru vefsettar, geta réttlætt aðra ákvarðanatöku en mælt er með í þeim klínísku leiðbeiningum sem fyrir liggja. Aldrei ætti að styðjast eingöngu við klínískar leiðbeiningar við meðferð og/eða greiningu heilbrigðisvandamála.

Efni vefjarins með klínískum leiðbeiningum og framsetning þess er verndað af höfundarlögum. Heimild til að skoða efnið fylgir ekki eignar- eða ráðstöfunarréttur. Hvers kyns sala, endurvinnsla, eða sambærilegar athafnir með efnið eru óheimilar nema með skriflegu samþykki frá stýrihópi klínískra leiðbeininga.

Ekki er tekin ábyrgð á ákvörðunum, athöfnum eða athafnaleysi, aðgerðum, kröfum, kostnaði, tapi eða öðrum afleiðingum sem beint eða óbeint kunna að hljótast af upplýsingum á þessu vefsetri eða vöntun á upplýsingum. Ennfremur ábyrgist stýrihópur og landlæknir ekki að vefsetrið sé opið, virkt, uppfært eða laust við veirur. Ekki er ábyrgst að það sé samhæft við ákveðið stýrikerfi, vefskoðara eða annan hugbúnað.

Á vefsíðum þessum eru krækjur með tengingum við aðra vefi í eigu annarra aðila. Þeir eru valdir af stýrihópi klínískra leiðbeininga og eru til frekari upplýsinga, en stýrihópurinn eða Landlæknisembættið ábyrgjast ekki efni þessara vefja. Stýrihópur klínískra leiðbeininga áskilur sér rétt til þess að endurskoða og breyta ofangreindum skilmálum fyrirvaralaust.

Með því að nota vefsíður þessar um klínískar leiðbeiningar samþykkir notandi að hafa lesið og skilið ofangreind ákvæði.

 


Fyrst birt 23.05.2012
Síðast uppfært 20.02.2014

<< Til baka