Áhrifaþættir gæða og öryggis og heilbrigt starfsumhverfi

Fjölmargir þættir hafa áhrif á gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu, svo sem fjöldi og samsetning starfsfólks, menntun þess, hæfni og reynsla, samskipti og samstarf. Starfsumhverfi skiptir einnig miklu máli, svo sem stjórnun, skipulag þjónustu, vinnuálag, vinnulag, tilurð og notkun verkferla, gæðamenning og öryggisbragur auk húsnæðis, aðstöðu, tækja og búnaðs.

Brýnt er að skapa heilbrigt starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu því að sjúklingar/notendur þjónustunnar njóta góðs af ánægðu starfsfólki sem vinnur í umhverfi þar sem stofnanabragur einkennist af umhyggju og afburðagæðum og áreiðanleg forysta er límið sem heldur saman heilbrigðu starfsumhverfi.


Heilbrigt starfsumhverfi er talið samanstanda af eftirfarandi þáttum:

  • Raunverulegri samvinnu
  • Samskiptafærni
  • Árangursríkri ákvarðanatöku
  • Mönnun við hæfi
  • Starfsfólk er virt að verðleikum
  • Áreiðanlegri forystu.

 

 


Fyrst birt 19.05.2012
Síðast uppfært 01.12.2016

<< Til baka